Select Page

Um okkur

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. 

Okkar markmið:

  • Fræðsla
  • Stuðningur
  • Vitundarvakning

Okkar innblástur:

  • Hugmyndafræði 
  • Eitt af hverjum fimm börnum um allan heim eiga foreldra með geðrænan vanda.
  • Börn sem alast upp með foreldri með geðrænan vanda eru í 70% meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau engan stuðning.
  • Breytingar á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda.

Okkar starf:

  • Gerð fræðsluefnis.
  • Fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda.
  • Stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að börn foreldra með geðrænan vanda fái viðeigandi stuðning og fræðslu.
  • Samstarf við geðþjónustu Landspítalans.

 

Okkar saga:

Í júní árið 2019 lágu leiðir tveggja kvenna saman sem áttu það sameiginlegt að hafa alist upp hjá foreldri með geðrænan vanda og vildu nýta reynslu sína til að styðja við og fræða börn í sömu stöðu hér á landi. Sigríður Gísladóttir var í stjórn Geðhjálpar og Sigríður Tulinius Torfadóttir starfaði hjá Our Time í Bretlandi. Þær ákváðu að sameina krafta sína og skoða hvort það væri stuðningur í boði fyrir börn foreldra með geðrænan vanda á Íslandi og hvort eitthvað hefði í raun breyst síðan þær voru börn. Fljótlega komust þær að því að lítið hafði breyst og ákváðu þær í krafti reynslu sinnar að gera sitt besta til að berjast fyrir þessum hópi og leggja sitt af mörkum til að aðstoða börn sem búa við slíkar aðstæður í dag.

Geðhjálp og Our Time ákváðu að fara í samstarf og innleiða hugmyndafræði Our Time á Íslandi. Í framhaldi var verkefnið mótað og næstu skref skoðuð. Í september árið 2020 kynntust þær Önnu Margréti Guðjónsdóttur sem þekkir það einnig af eigin raun að alast upp hjá foreldri með geðrænan vanda. Þær þrjár óskuðu eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni, Félags- og barnamálaráðherra og kynntu verkefnið fyrir honum. Á þeim fundi ræddu þær stöðu þessara barna í dag, hugmyndafræði Our Time og óskuðu eftir fjármagni til að fara af stað með verkefnið. Þökk sé Ásmundi fengu þær fjármagnið og verkefnið hófst í nóvember árið 2020.

Sigríður Gísladóttir tók að sér stöðu verkefnastjóra og hefur síðan þá unnið að innleiðingu hugmyndafræði Our Time ásamt því að byggja upp fræðslusíðu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda.

Teymi Okkar heims

Starfsfólk

Sigríður Gísladóttir

Sigríður Gísladóttir

Framkvæmdastjóri

sigridur@okkarheimur.is

Sigríður sat í stjórn Geðhjálpar frá árinu 2019 til lok ársins 2020 en þá tók hún við stöðu verkefnastjóra í innleiðingu á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Okkar heimur er verkefni sem hún fór af stað með innan Geðhjálpar en í dag er verkefnið orðið sjálfstætt og er hún eigandi og framkvæmdastjóri.

Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysið hér á landi og hefur nýtt sína reynslu í mótun verkefnisins. Hún hefur einnig starfað hjá Konukoti, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og situr í stjórn Sáttar – samtök um átröskun og tengdar raskanir. Hún hefur haldið ýmis erindi og vakið athygli á stöðu barna sem aðstandenda foreldra sem glíma við geðrænan vanda og er meðal annars fulltrúi í vinnuhóp hjá Landspítalanum þar sem unnið er að bættri þjónustu við aðstandendur.

Þórunn Edda Sigurjónsdóttir

Þórunn Edda Sigurjónsdóttir

Félagsráðgjafi

thorunn@okkarheimur.is

Þórunn Edda útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA gráðu í félagsráðgjöf árið 2018 og með MA gráðu til starfsréttinda árið 2020. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún reynslu og upplifun barna á Íslandi af því að eiga og annast foreldra með alvarlega geðsjúkdóma. Þórunn starfaði sem stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild Landspítalans samhliða námi. Frá útskrift hefur hún unnið sem félagsráðgjafi á geðendurhæfingardeild á Kleppi og hjá Barnavernd Kópavogs.

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Leiklistarkennari

 

Bergdís Júlía er leikkona, leikstjóri og leiklistarkennari og útskrifaðist með B.A gráðu í leiklist frá Rose Bruford College og grunnskólakennara gráðu frá Háskóla Íslands. Bergdís hefur starfað með hinum ýmsu leikhópum og rekur sjálf leikhópinn Spindrift. Hún hefur sýnt bæði hér á landi og á Norðurlöndunum og Bretlandi. Bergdís hefur meðfram listinni síðastliðin 10 ár, kennt börnum leiklist víðsvegar á landinu í grunnskólum, Borgarleikhúsinu, Leynileikhúsinu, Sönglist og haldið allskyns leiklistarnámskeið. Einnig hefur hún kennt fullorðnum leiklist, bæði hér á landi og erlendis. Barnamenning er henni hugleikin og leggur hún mikið upp úr því að nýta leiklistina til sjálfstyrkingar og vellíðunar. Hún tók þátt í innleiðingu Trúðavaktarinnar á Barnaspítala Hringsins og hefur starfað sem sjúkrahússtrúður síðustu árin. Bergdís trúir á mátt listarinnar til þess að færa fólk nær sjálfu sér og hvort öðru. Með leikgleðina í fyrirrúmi, er henni er mikilvægt að skapa hvetjandi, öruggt og kærleiksríkt rými þar sem allar raddir fá að heyrast og allir fá frelsi til þess að vera þau sjálf.

Sjálfboðaliðar:

Daníel Þór Bjarnason

Daníel Þór Bjarnason

Daníel Þór lauk BA (Hons) gráðu í leiklist frá Rose Bruford College í London. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum með fólki á öllum aldri, þar á meðal sem ráðgjafi hjá geðþjónustu Landspítalans og hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Daníel hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur fólki, geðrækt, listum og íþróttum.

Guðrún Fanney Helgadóttir

Guðrún Fanney Helgadóttir

Guðrún Fanney stundar nám við Háskóla Íslands og hyggst útskrifast með BA gráðu í félagsráðgjöf vorið 2022. Hún hefur starfað með einstaklingum á breiðu aldursbili en meðfram námi starfar hún á íbúðakjarna fyrir konur með fjölþættan vanda og þar áður starfaði hún á leikskóla til margra ára.

Ragna Guðfinna Maríudóttir

Ragna Guðfinna Maríudóttir

Ragna Guðfinna lauk BA gráðu í sálfræði sumarið 2021 og stundar nú nám í fötlunarfræði og opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, meðfram námi starfar Ragna sem teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlaða. Frá árinu 2017 hefur hún verið umsjónarmaður í unglingadeild Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Ragna hefur setið í stjórn Hugrúnar geðfræðslufélags í tvö starfsár; sem fræðslustýra félagsins starfsárið 2020-2021 og sem varaformaður og meðstjórnandi árið 2021-2022.

Stýrihópur:

Á bak við Okkar heim er faglegur stýrihópur. Hlutverk hans er að veita faglega ráðgjöf varðandi stefnumótun og framþróun úrræðisins.

Aðilar í stýrihóp:

Alda Árnadóttir, f.h. Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir, f.h. Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Guðlaug María Júlíusdóttir, f.h. Landspítalans.
Sigrún Sigurðardóttir, f.h. Geðhjálpar.
Sigurþóra Bergsdóttir, f.h. Bergsins headspace.

 

 

Sérstakar þakkir:

Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar sem hjálpuðu til við að láta Okkar heim verða að veruleika:

Anna Margrét Guðjónsdóttir
Ásmundur Einar Daðason
Dr. Guðbjörg Ottósdóttir
Geðhjálp
Guðlaug María Júlíusdóttir
Katrín Jónsdóttir
Oscar Bjarnason
Signý Rós Ólafsdóttir
Sigríður Tulinius Torfadóttir

Sigurþóra Bergsdóttir

 

 

Okkar heimur er styrkt af:

Félagsmálaráðuneytið

Oddfellow

Rótarý

Öryrkjabandalag Íslands

Barnavinafélagið Sumargjöf

Geðhjálp

Evris

Domino’s

Lyfja

Atvinnumál kvenna

Erasmus +

Ölgerðin

Lýðheilsusjóður

Forvarnarsjóður Reykjavíkur

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna:

Okkar heimur hlaut fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi þann 11. maí 2022.
Heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­son, af­henti við­ur­kenn­ing­una sem SOS Barna­þorp­in hafa veitt ár­lega síð­an 2016, að­il­um sem vinna mik­il­væg störf í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi.