Select Page

Hugsaðu vel um þig

Ágúst
Hæ, ég heiti Ágúst.

Hafrún
Og ég heiti Hafrún, og í þessu myndbandi ætlum við að fjalla um það hvernig þú getur hugsað um þína líðan ef þú átt foreldri með geðrænan vanda.

Ágúst
Það er því mjög mikilvægt að þú farir vel með sjálfan þig. Við viljum gefa þér nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.

Hafrún 
Þetta er ekki þér að kenna.

Ágúst 
Það er ekki þitt hlutverk að laga það.

Hafrún
Þú ert ekki ein eða einn í heiminum sem átt foreldri með geðrænan vanda það eru mörg börn í sömu stöðu og að glíma við það sama og þú.

Ágúst
Það er allt í lagi að upplifa allskonar tilfinningar um það sem er í gangi.

Hafrún
Prófaðu að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir.

Ágúst
Gerðu hluti sem þú hefur gaman af.

———————–

Ágúst
Förum yfir þetta, númer eitt: Þetta er ekki þér að kenna. Ef þú heldur að það sem er í gangi hjá foreldri þínu sé þér að kenna þá er það ekki rétt. Þú getur ekki valdið því að einhver fái geðrænan vanda.

Hafrún
Næst á listanum er: Það er ekki þitt hlutverk að laga það. Það er verkefni manneskjunnar sem er að glíma við geðræna vandann að vinna að því að ná bata.

Hafrún
Endilega hjálpaðu til heima við, en þú getur ekki látið foreldri þitt ná bata með því að gera hluti eða með því að breyta því hver þú ert.

Ágúst
Það næsta til að muna: Þú ert ekki ein eða einn. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum eiga foreldri með geðrænan vanda.

Ágúst
Svo að það eru aðrir krakkar alveg eins og þú, kannski meira að segja í skólanum þínum eða bekknum þínum, sem eiga foreldri með geðrænan vanda.

Ágúst 
Þau vilja kannski að það sé leyndarmál og ekki tala um það, en það eru fleiri í kringum þig sem eru í sömu stöðu.

Hafrún
Næst: Það er allt í lagi að upplifa allskonar tilfinningar um það sem er í gangi. Þú gætir fundið fyrir áhyggjum, reiði, kvíða, sorg eða skömm.
Þetta eru þínar tilfinningar og þú ert ekki að svíkja neinn og það er ekki eigingirni að upplifa þær.

Ágúst
Svo getur þú prófað að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir sérstaklega um það sem þú ert að upplifa.

Hafrún
Þetta gæti verið kennari, námsráðgjafi, þjálfari eða foreldri vina þinna.

Ágúst 
Ekki birgja tilfinningar þínar inni. Finndu einhvern öruggann stað til að losa um þær.

Hafrún
Ef það er enginn í kringum þig sem þú getur talað við þá er Hjálparsími Rauða krossins, 1717 með gott og þjálfað fólk sem þú getur rætt allt við. Það þarf ekki að vera neyðarástand til að hringja í þau. En ef þú upplifir þig í hættu hringdu STRAX í 112.

————-

Ágúst 
Þú vilt kannski ræða við foreldra þína um það sem er í gangi.

Hafrún
Þú þarft þess auðvitað ekki en ef þú gerir það, þá væri góð leið til að byrja til dæmis á „Ég hef tekið eftir því að þú hefur verið mjög leið eða leiður. Getum við talað um það?

Ágúst 
Kannski er leið eða leiður ekki rétta orðið. Veldu orð eða lýsingu sem þér finnst passa. Það gæti til dæmis verið reiði, sorg, þreyta, depurð, ótti eða stress.

Hafrún
Síðasta atriðið: Eigðu tíma sem er bara fyrir þig, svo að þú getir gert hluti sem þér finnst skemmtilegir. Það er mikilvægt að hafa gaman og þú átt ekki að vera með samviskubit yfir því.

Ágúst
Það er allt í lagi að aðstoða á heimilinu en passaðu upp á að sinna öðru sem skiptir máli, eins og að læra heima, hitta vini, æfa íþróttir eða á hljóðfæri og skemmta þér.

Ágúst
Mundu, það eru hlutir sem foreldri þitt getur gert til að líða betur. Svo að þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Hafrún
Og þú gætir heyrt annað fólk segja hluti um geðrænan vanda sem særa eða eru einfaldlega rangir.

Ágúst 
Þótt margir glími við geðrænan vanda, þá er það eitthvað sem er ekki mikið talað um. Svo að sumir skilja kannski ekki hvað þú ert að ganga í gegnum.

Hafrún
Og ef það er verið að stríða þér vegna þess að foreldri þitt er með geðrænan vanda, segðu þá frá því við einhvern sem þú treystir.

Ágúst
Fólk með geðrænan vanda getur ákveðið að gera hluti sem hjálpa því að líða betur.

Hafrún
Það sem skiptir mestu máli er að þú hugsir vel um sjálfan þig.