Select Page

Hvað er geðrænn vandi?

Við erum öll með huga og hugsanir.
Hugsanir veita okkur félagsskap og hjálpa okkur að gera hluti.
En hvernig virkar hugurinn?

Hugurinn og heilinn eru eiginlega það sama, en virka á mismunandi hátt.
Með heilanum hreyfum við líkamann, tökum ákvarðanir og hann geymir minningar.
Heilinn passar líka að það sé ekki of mikið sem truflar hugsanir okkar.
Stundum truflar okkur eitthvað eins og hávaði, fólk eða jafnvel okkar eigin hugsanir. En þessar truflanir eru oftast fljótar að fara.
Hjá sumu fullorðnu fólki getur stundum verið of mikið að gerast í heilanum og þau ráða ekki við hugsanir sínar og tilfinningar á smá tíma.
Það köllum við geðrænan vanda.
Þegar fólk er með geðrænan vanda á það stundum erfitt með að hugsa.
Það er eins og það sé alltaf þreytt, of spennt eða eru einhvern veginn öðruvísi en það er vant að vera.
Margir sem eru með geðrænan vanda óska þess að þeir væru ekki með hann.
Sumir skammast sín og halda að það sé þeim að kenna hvernig það hugsar og hvernig því líður.
Þess vegna er stundum erfitt fyrir fólk að tala um hvernig því líður.
Ef þú þekkir einhver með geðrænan vanda er ekkert að hræðast.
Þú getur kannski hjálpað en það er ekki þér að kenna hvernig manneskjunni líður.
Með tímanum getur sumum farið að líða betur og lifað hamingjusömu lífi.
Það eru hlutir sem þú getur gert til að hugsa vel um þig svo þér líði vel.
Þú getur fundið einhvern fullorðin sem þú treystir og beðið hann um að útskýra fyrir þér hvað sé að gerast með orðum sem þú skilur.
Mundu svo að gera hluti sem þú hefur gaman af því að gera og njóta þess bara að vera með vinum þínum.