Select Page

Fjölskyldusmiðjur

Okkar heimur býður upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu.

Hvað eru fjölskyldusmiðjur?

Fjölskyldusmiðjurnar eru skemmtilegar hópsmiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 5-18 ára ásamt foreldrum eða forsjáraðilum þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Hist er á öruggum stað þar sem fjölskyldur geta komið saman, rætt og fræðst um geðrænan vanda á fordómalausan hátt.

Hvernig styðja fjölskyldusmiðjurnar við fjölskyldur?

  • Þær hjálpa börnum og ungmennum að skilja betur geðrænan vanda. Í smiðjunum geta þau deilt sameiginlegum áhyggjum og spurt spurninga í öruggu umhverfi.
  • Þær hjálpa foreldrum að takast á við áskoranir sem geta fylgt því að vera foreldri með geðrænan vanda.
  • Þær skapa öruggt rými fyrir fjölskyldur til að ræða um vandamál og lausnir.
  • Þær veita tækifæri til að hitta aðrar fjölskyldur í svipuðum aðstæðum.

Hvers vegna er hjálplegt að mæta í fjölskyldusmiðjurnar?

Skapar tækifæri fyrir fjölskyldur til að:

  • Eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda.
  • Kynnast nýju fólki sem deilir sameiginlegri þekkingu og reynslu.
  • Fá gagnlegar upplýsingar um geðrænan vanda og tækifæra til að spyrja spurninga.
  • Ræða staðalímyndir og ótta tengdum geðrænum vanda.

Hvernig fara fjölskyldusmiðjurnar fram?

  • Í upphafi er fræðsla og umræða fyrir fjölskyldurnar saman.
  • Hópurinn skiptist síðan í tvennt þar sem foreldrar fara í umræðuhóp og börn fara í leiksmiðju. Þar er leiklist notuð sem uppbyggilegt tól til að efla sjálfstraust, tengingu og tjáningu barnanna um geðrænan vanda í gegnum sköpun og leiki.

Veitingar eru á staðnum – pizza og snarl fyrir alla!

Hefur þú áhuga á að taka þátt?

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að fylla út umsókn. Umsækjandi getur til dæmis verið foreldri, ættingi eða einhver annar aðili sem er í lífi barnsins.
Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Sigríður Gísladóttir: sigridur@okkarheimur.is

Fjölskyldum býðst aðstoð við að komast í smiðjurnar
ef þess er óskað.

Hver er reynslan af fjölskyldusmiðjunum?

Okkar heimur starfar eftir hugmyndafræði Our Time og hafa KidsTime fjölskyldusmiðjurnar verið reknar víða á Bretlandi í 22 ár og þátttakendur þar hafa verið mjög ánægðir með samverustundirnar.

  • Foreldrar hafa meðal annars fundið fyrir bættu sjálfstrausti og sumir vilja meina að smiðjurnar dragi úr hættu á bakslagi.
  • Fjölskyldusmiðjurnar hafa hjálpað börnum að skilja betur geðrænan vanda í gegnum leiki og leiklist.

Hefur þú áhuga á að taka þátt?

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að fylla út umsókn.
Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Sigríður Gísladóttir: sigridur@okkarheimur.is