Fjölskyldusmiðjur

Okkar heimur er að fara af stað með fjölskyldusmiðjur sem eru fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili er með geðrænan vanda. Þær verða haldnar í Reykjavík og hefjast þær 21. September. Þær eru fjölskyldum að kostnaðarlausu
Opið er fyrir umsóknir og hægt er að sækja um hér að neðan.

Hvað eru fjölskyldusmiðjur?

Fjölskyldusmiðjurnar eru skemmtilegar hópsmiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-16 ára ásamt foreldrum eða forsjáraðilum þar sem foreldri eða forsjáraðili er með geðrænan vanda. Hist er á öruggum stað þar sem fjölskyldur geta komið saman, rætt og fræðst um geðrænan vanda á fordómalausan hátt.

Hvernig styðja fjölskyldusmiðjurnar við fjölskyldur?

 • Þær hjálpa börnum og ungmennum að skilja betur vanda foreldris, deila sameiginlegum áhyggjum og spyrja spurninga um geðrænan vanda í öruggu umhverfi þar sem veitt eru auðskiljanleg svör.
 • Þær hjálpa foreldrum að takast á við álagið sem fylgir því að vera foreldri ásamt því að hafa stjórn á eigin vanda.
 • Þær hjálpa fjölskyldum að tala saman af öryggi um vandamál og lausnir.
 • Þær veita tækifæri til að hitta aðrar fjölskyldur í svipuðum aðstæðum.

Til hvers tökum við þátt?

 • Fá tíma með fjölskyldunni, tækifæri til að eiga góða stund saman og geta talað í trúnaði í öruggu umhverfi.
 • Kynnast nýju fólki og deila sameiginlegri þekkingu og reynslu.
 • Fá gagnlegar upplýsingar um geðrænan vanda og spyrja spurninga.
 • Ræða staðalímyndir og ótta tengdum geðrænum vanda.
 • Enginn er skyldugur að tjá sig og enginn er gagnrýndur. Teymið sem sér um fjölskyldusmiðjurnar er skilningsríkt og sýnir öllum virðingu.

Hvað fer fram á fjölskyldusmiðjunum?

 • Fyrst koma allar fjölskyldurnar saman um stund.
 • Næst tekur við umræðuhópur fyrir foreldrana..
 • Börnin og ungmennin taka á meðan þátt í leiklistarstarfi og leikjum.
 • Veitingar eru á staðnum – pizza og snarl fyrir alla!

Hver er reynsla fjölskyldna?

Okkar heimur starfar eftir hugmyndafræði Our Time og hafa KidsTime fjölskyldusmiðjurnar verið reknar víða í Bretlandi í 21 ár og fjölskyldur sem hafa tekið þátt í þeim eru mjög ánægðar með samverustundirnar.

Foreldrarnir telja að þær hafi bætt sjálfstraust þeirra og stolt og í vissum tilvikum dregið úr hættu á bakslagi.

Börnin segja að þær hafi hjálpað þeim að skilja geðrænan vanda foreldris á mjög skemmtilegan hátt.

Fjölskyldum býðst aðstoð við að komast til og frá fjölskyldusmiðjum ef þess er óskað.
Öll umræðuefni í fjölskyldusmiðjum eru trúnaðarmál nema þú eða barn þitt virðist í sjáanlegri hættu.

Hefur þú áhuga á að taka þátt?

Hér fyrir neðan er hægt að fylla út umsókn

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við verkefnisstjóra, Sigríði Gísladóttur: sigridur@okkarheimur.is

Fjölskyldusmiðjur Umsókn

1. Fjölskylduupplýsingar:

Tengiliðir í neyðartilfellum - (Þarf ekki að fylla út)

2. Hverjir munu sækja fjölskyldusmiðjurnar?

Börn:

Fullorðnir:

Aðrir mikilvægir fjölskyldumeðlimir sem mikilvægt er að teymið hafi vitneskju um.

Vinsamlegast tilgreinið ef um fæðuofnæmi eða óþol er að ræða hjá þátttakendum.

4. Upplýsingar:

Vinsamlegast skráið hér upplýsingar um fagaðila sem hægt er að hafa samband við ef upp koma erfiðleikar á meðan fjölskyldan tekur þátt í fjölskyldusmiðjum Okkar heims. Þetta gæti t.d. verið félagsráðgjafi, málastjóri eða einhver sem er í sambandi við fjölskylduna - (Þarf ekki að fylla út)

Checkboxes
Til að fá aðstoð eða frekari upplýsingar um umsóknina er hægt að senda fyrirspurn á umsokn@okkarheimur.is

Þessi tilvísun kemur ekki í stað lögbundinnar þjónustu en getur verið viðbótarstuðningur við foreldrana og börnin.

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál