Select Page

Hvað er geðrænn vandi?

Hvað er geðhvörf?

Manneskja með geðhvörf getur breytt mjög hratt um skap. Hún getur verið mjög leið og liðið illa en allt í einu breytist það og henni finnst hún full af orku, er ofurspennt og getur ekki róað sig niður.

Við upplifum öll skapsveiflur. Tíma þegar við sveiflumst frá því að líða vel til ekki svo vel eða allt þar á milli.
Að vera leiður, ánægður, rólegur, reiður, ósigrandi, magnaður… þetta er allt hluti af þessari heildarmynd tilfinninganna sem gerir okkur mannleg.

En hjá manneskju með geðhvörf getur skapið breyst án fyrirvara, það getur orðið ákaft og það getur gerst án sérstakrar ástæðu.

Svo að þegar hún er leið getur hún orðið ofsalega niðurdregin eða alveg máttvana. En þegar hún er hátt uppi getur hún hagað sér undarlega eða verið mjög hlaðin eða talað ofboðslega hratt.

Yfirleitt þegar skap okkar breytist þá er það ekki ákaft eða ýkt og oft er eitthvað sem breytir skapinu okkar. Eins og ef við fáum slæmar fréttir þá verðum við niðurdregin/n í smátíma. En manneskja með geðhvörf getur ekki stjórnað því hvenær skap hennar breytist, hvað hún er áköf í skapinu og hversu oft breytingarnar verða. Þessar sveiflur frá einu skapi til annars geta varað í fleiri vikur eða mánuði – og fyrir suma í fleiri ár.

Þau gera þetta ekki viljandi. Í raun þá vilja þau alls ekkert vera svona. Þau eru ekki líkleg til að „hrista það af sér“ eða líða betur næsta dag eða jafnvel daginn þar á eftir.

Svo að ef þú býrð með einhverjum með geðhvörf þá gætirðu upplifað tíma þar sem hann er ruglingslegur eða vandræðalegur eða þú veist ekki af hverju hann hagar sér eins og hann gerir.
Ef þetta er foreldri þitt þá gæti verið erfitt fyrir þig að komast í gegnum það allt.

Þú gætir líka komist að fleiru…

Manneskja með geðhvörf á kannski tímabil þar sem hún er gríðarlega leið og niðurdregin eða hefur enga orku eða er hætt að finnast neitt skemmtilegt eða vera skemmtileg sjálf eða njóta hluta sem hún er vön að njóta.

Hún gæti átt tímabil þar sem er bara skemmtilegt að umgangast hana. Hún getur verið spennandi, fyndin, miðdepill í partíinu. Orka hennar virðist endast áfram þegar allir aðrir eru orðnir þreyttir.

Hún gæti verið áfram í rúminu eða sofið allan daginn . . eða átt erfitt með að sofa á nóttunni.

Hún gæti talað ógnarhratt eða fengið óteljandi hugmyndir eina af annarri sem okkur virðist ekki mikið vit í eða farið út og og keypt hluti sem hún þarfnast ekki og hefur stundum ekkert efni á.

Hún gæti átt erfitt með að byrja á nokkrum hlut eða ljúka við það sem hún byrjaði á.

Hún gæti hagað sér á hátt sem þér finnst skrýtinn, lætur þig kannski skammast þín svolítið. Og hún gæti trúað því að hún sé fær um að gera hluti sem hún hefur aldrei gert áður.

Það upplifa ekki allir geðhvörf á sama hátt.

Geðhvörf er veiki í heilanum. En það er ekki veiki sem hægt er að smitast af og að eiga foreldri sem er með geðhvörf þýðir EKKI að þú fáir hana líka.

Ef þú vilt vita meira um það hvaðan geðrænn vandi eins og þessi kemur, líttu þá á myndbandið á þessari vefsíðu „Hvað er geðrænn vandi?“

Mundu að þú ollir þessu ekki. Þetta er ekki þér að kenna og það er heldur ekki þitt verk að lækna foreldri þitt. En góða fréttin er sú að að það eru hlutir sem þau geta kosið að gera til að fá aðstoð.

Stundum er hjálp í að tala um það eða að fá stuðning frá öðrum. Stundum getur það hjálpað fólki með geðhvörf að fara til læknis, taka lyf eða hitta sálfræðing.

Mundu að fullt af fólki með geðrænan vanda nær bata og það nýtur samvista með fjölskyldunni, vinum og annarra skemmtilegra hluta í kringum sig.

Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Að eiga foreldri með geðhvörf getur stundum verið ruglingslegt, vandræðalegt, jafnvel svolítið ógnvekjandi og erfitt fyrir þig. Þú gætir átt erfitt með að líða ekki eins og þú sért í rússíbana.

Það er mjög mikilvægt að þú gætir þess að hugsa vel um þig. Gerðu hluti sem þér finnst skemmtilegir, finndu einhvern að tala við, og gefðu þér tíma fyrir sjálfa(n)
þig.

Reyndu að finna einhvern til að tala við um áhyggjur þínar. Það getur verið fjölskylduvinur, einhver fullorðinn sem þú treystir, foreldri eða starfsfólk í skólanum þínum.

Ef þér finnst þetta ekki lýsa foreldrinu eða manneskjunni sem þú ert að hugsa um, athugaðu þá hinar útskýringarnar á þessari vefsíðu.

Hugsaðu mjög vel um sjálfa(n) þig.

Hvað er geðrof?

Fólk í geðrofi getur misst tengsl við það sem er raunverulega að gerast í kringum það. Það getur séð hluti og heyrt raddir eða hljóð sem annað fólk í kringum það hvorki sér né heyrir. 

Það getur líka trúað því að eitthvað sé að gerast í kringum það sem annað fólk sér ekki eða er alls ekki að upplifa. 

Það getur líka hegðað sér á öfgakenndan eða furðulegan hátt eins og að leggja trú á að fólk sé að reyna að skaða það, að það sé heimsfrægt eða það sé einhver önnur manneskja en það er.

Fólk í geðrofi getur verið með mismunandi geðrænan vanda og yfirleitt varir geðrof stutt.
Ef fólk fer oft í geðrof yfir langan tíma getur það verið greint með geðklofa.

Ef foreldri þitt eða einhver sem þú býrð með fer í geðrof getur það verið ógnvekjandi og ruglingslegt að finna út hvort það sem það segir sé satt eða ekki. Það getur jafnvel sannfært þig um að hlutirnir sem það sér, heyrir eða upplifir séu raunverulegir. Það getur til dæmis skyndilega sagt: „Við verðum að hlaupa” því það er verið að elta okkur. Það getur verið mjög erfitt að finna út hvað er í raun að gerast.

Það er mikilvægt að muna að það er ekki að gera þetta af vonsku eða til að blekkja þig og það hegðar sér ekki svona viljandi. Það trúir því virkilega að þessir hlutir séu að gerast og það getur verið svolítið ógnvekjandi fyrir það og fjölskyldur þeirra.

 

Hvers vegna fer fólk í geðrof? 

Geðrof stafar af veikindum í heila, sennilega vegna efnafræðilegs ójafnvægis. Sumir upplifa geðrof eftir mikið áfall eða streitu í lífi sínu.

 

Hvað er áfall? 

Það er upplifun sem veldur miklu uppnámi og getur verið erfitt að takast á við eins og að lenda í eldsvoða, stríði eða flóðbylgju.
En áfall getur líka verið slys, ofbeldi eða slæm meðferð í langan tíma. Hjá sumu fólki getur áfall verið það erfitt að það losnar aldrei við það úr huga sér.

Mikilvægt er að muna að þó þú eigir foreldri sem upplifir geðrof eða er með geðklofa þá þýðir það EKKI að þú munir veikjast líka.

Nú getur verið að þú hugsir: Mig dreymir dagdrauma og ég á samtöl í huga mér. Þýðir það að ég sé með geðrofseinkenni?
Nei, alls ekki!
Að dreyma dagdrauma eða eiga samtöl í huganum er hluti af heilastarfsemi okkar – það getur verið aðferð til að skilja ákveðna hluti. Munurinn er sá að þegar þig dreymir dagdrauma eða þú átt samtöl við sjálfa þig þá veistu að það er ekki raunverulegt.

Þú veist einnig að annað fólk getur hvorki séð þau né heyrt.
Þau eru einungis í huga þínum og hugsunum.

Eins og fyrr segir eru geðrof hluti af geðrænum vanda sem oft er geðklofi. Veikindi fólks þýða að þegar það sér eða heyrir þessa hluti sem kallast ofskynjanir, þá virðast þær mjög raunverulegar í huga þess og það hefur enga stjórn á þeim.
Þegar fólk upplifir hluti sem eru ekki raunverulegir kallast það ranghugmyndir og það getur ekki að því gert. Þetta eru veikindi og ólíklegt að það hætti að upplifa þær eða því líði betur daginn eftir eða næsta dag.

Ef þú ert að lesa þetta vegna þess að þú veltir fyrir þér hvort foreldri þitt eða einhver í kringum þig hafi upplifað geðrof eða sé með geðklofa þá getur verið hjálplegt að vita meira um það.

 

Ofskynjanir

Fólk sem er í geðrofi getur séð, heyrt eða fundið lykt af einhverju sem er ekki til staðar.
Það getur heyrt raddir sem segja því að gera eða segja neikvæða hluti.
Það getur upplifað að einhver sé að tala við það og að segja því hvað það á að gera.

 

Ranghugmyndir

Það getur trúað því að fólk í sjónvarpinu sé að tala beint við það.
Það getur trúað því að eitthvað sé að gerast sem er ekki raunverulegt.
Það getur trúað því að það sé einhver annar en það er.
Það er oft hrætt við eitthvað og skilur ekki að það sé ekki í raun að gerast.

Það getur virst vera stressað, átt erfitt með einbeitingu eða að hlusta á annað fólk í samtölum vegna þess að það er svo mikið að gerast í huga þess og hugsunum.

Þetta getur verið svona í langan tíma…vikur eða mánuði…og það upplifa ekki allir geðrof eða geðklofa á sama hátt.

Ef þú heldur að foreldri þitt upplifi geðrof eða sé með geðklofa, þá er það aldrei þér að kenna. Það er heldur ekki þitt hlutverk að sjá til þess að því líði betur. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að fá aðstoð.

Stundum hjálpar einfaldlega að tala við einhvern og fá stuðning frá öðrum.
Stundum hjálpar það fólki í geðrofi að hitta lækni, taka lyf eða hitta sálfræðing.

Mundu að mörgu fólki með geðrænan vanda fer að líða betur og það fer að njóta þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum.

Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Ef þú átt foreldri eða býrð með einhverjum sem fer í geðrof eða er með geðklofa er mjög mikilvægt að þú hugsir vel um sjálfa(n) þig.

Reyndu að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir, finndu einhvern til að tala við og gefðu þér tíma fyrir sjálfa(n) þig.

Reyndu að finna einhvern til að tala við um áhyggjur þínar. Það getur verið fjölskylduvinur, einhver fullorðinn sem þú treystir, foreldri eða starfsfólk í skólanum þínum.

Ef þér finnst þetta ekki lýsa foreldri þínu eða þeim sem þú ert með í huga skoðaðu þá …..

Hugsaðu mjög vel um sjálfa(n) þig.

Hvað er þunglyndi?

Fólk með þunglyndi finnur oft fyrir mikilli sorg, eymd og reiði og þessar tilfinningar geta verið svo sterkar að það er eins og þær taki yfir lífi þess. Það getur fundið fyrir streitu, pirring eða farið að gráta að ástæðulausu.

Þú hugsar mögulega að „ég hef stundum verið leið(ur) og niðurdregin(n)…. þýðir það að ég sé þunglynd(ur)? Það þarf alls ekki að vera. Þetta eru tilfinningar.

Depurð, gleði, stolt, ró, reiði, pirringur og áhyggjur eru allt tilfinningar sem gera okkur að manneskjum.

En fólki með þunglyndi getur liðið eins og því sé haldið föstu og það geti ómögulega losað sig við þessar tilfinningar eins og reiði eða hugsanir í huga þess sem segir að það sé ekki nógu góðar manneskjur. Það getur þýtt að það upplifir slíkar tilfinningar eða hugsanir í langan tíma – í vikur, mánuði og fyrir suma í einhver ár.

Oftast þegar við finnum fyrir tilfinningum eins og depurð eða sorg, þá geta þær varað í stuttan tíma, kannski yfir daginn en svo breytast þær. Við förum í göngutúr, horfum á fyndin myndbönd á netinu eða hringjum í vin og ræðum það sem er í gangi og það hjálpar.

En hjá fólki með þunglyndi geta þessar tilfinningar verið þær einu sem það finnur fyrir og upplifir þegar það vaknar á morgnana, allan daginn og þegar það fer að sofa á kvöldin.

Fólk hegðar sér ekki svona viljandi. Í raun og veru vill það alls ekki lifa á þennan hátt. Það er þó ekki líklegt að það nái að hrista þetta af sér eða líða betur á morgun eða næsta dag.

Ef þú býrð með einhverjum sem er með þunglyndi getur verið að þú sjáir oft hve dapurt það er eða mjög leitt, reitt eða pirrað.

Ef það er foreldri þitt getur verið erfitt fyrir þig að vinna úr öllu því sem þú sérð og heyrir.

Þú gætir líka tekið eftir öðru…

Fólk með þunglyndi getur hætt að skemmta sér og njóta þess að gera hluti sem það hefur áður gert.

Því getur liðið afar illa með sjálft sig og aðra sem er í kringum það. Það getur sagt eitthvað eins og: ég er einskis virði eða lífið er ömurlegt!

Stundum virðist það vera reitt.

Það getur legið í rúminu eða sofið allan daginn og átt erfitt með að sofa á næturnar.

Það getur líka átt erfitt með að einbeita sér þegar þú talar við það.

Það getur oft verið þreytt, orkulítið og fundist erfitt að ljúka því sem það byrjar á.

Það upplifa ekki allir þunglyndi á sama hátt

Þunglyndi eru veikindi í heila. Það eru ekki veikindi sem þú getur smitast af og þó þú eigir foreldri með þunglyndi þýðir það EKKI að þú munir veikjast.

Mundu að þú berð ekki ábyrgð á veikindum foreldris og þau eru aldrei þér að kenna. Það er heldur ekki þitt hlutverk að sjá til þess að því líði betur. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að fá aðstoð.

Stundum hjálpar einfaldlega að tala við einhvern og að fá stuðning frá öðrum.

Stundum hjálpar það fólki með þunglyndi að hitta lækni, taka lyf eða hitta sálfræðing.

Mundu að mörgu fólki með geðrænan vanda batnar og það fer að njóta þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum.

Þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Að eiga foreldri með þunglyndi getur stundum verið ruglandi, jafnvel svolítið ógnvekjandi og erfitt fyrir þig. Það getur því verið eðlilegt að þú sért niðurdregin(n) og finnist heimurinn frekar drungalegur.

Það er mjög mikilvægt að þú hugsir vel um sjálfa(n) þig. Reyndu að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir, finndu einhvern til að tala við, gefðu þér tíma fyrir þig og kíktu á heimasíðu okkar “hugsaðu um sjálfa(n) þig”.

Reyndu að finna einhvern að tala við um áhyggjur þínar. Það getur verið fjölskylduvinur, einhver fullorðinn sem þú treystir, foreldri eða starfsfólk í skólanum þínum.

Ef þér finnst þetta ekki lýsa foreldri þínu eða þeim sem þú ert með í huga skoðaðu þá ATH

Hugsaðu mjög vel um sjálfa(n) þig.

Hvað er kvíði

Fólk með kvíða finnur oft fyrir miklum áhyggjum og ótta. Þessar kvíða- og óttatilfinningar geta verið það miklar að þær hindra fólk í að lifa eðlilegu lífi eins og að skipuleggja sig, fara út eða njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum.

Þessar tilfinningar geta verið það sterkar að þær valda hjartsláttaróþægindum, svita, svima og titringi.

Öll finnum við stundum fyrir kvíða og áhyggjum af einhverju tagi, eins og fyrir að fara í próf í skólanum, keppa í íþróttum eða að tala fyrir framan fólk. Að hafa áhyggjur eða kvíða fyrir einhverju er hluti af tilfinningum sem gera okkur að manneskjum. Þegar prófi eða keppni er lokið hverfa venjulega þessar tilfinningar. En hjá fólki með kvíða geta þessar tilfinningar stöðugt verið til staðar – þegar það vaknar, þegar það sinnir störfum sínum yfir daginn og þegar það fer að sofa.
Það getur upplifað sterkar kvíðatilfinningar yfir hlutum sem aðrir í kringum það sjá sennilega ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af eða óttast. Þessar tilfinningar hverfa ekki svo auðveldlega. Í rauninni getur verið að áhyggjur, ótti og kvíði séu það eina sem það finnur fyrir eða upplifir allan daginn og á nóttunni. Ástandið getur varað í langan tíma – í vikur, mánuði og hjá sumum í fleiri ár. Fólk hegðar sér ekki svona viljandi. Í raun og veru vill það alls ekki lifa á þennan hátt. Það er þó ekki líklegt að það nái að hrista þetta af sér eða því fari að líða betur á morgun eða næsta dag.

Ef þú býrð með einhverjum með kvíða getur verið að þú heyrir hann/hana oft ræða um áhyggjur og ótta eða að hann/hún sé mjög stressuð.
Ef það er foreldri þitt getur verið erfitt fyrir þig að vinna úr öllu því sem það segir.

Þú gætir líka tekið eftir öðru…

Fólk með kvíða getur talað mikið um áhyggjur sínar og virkað mjög kvíðið ásamt því að hafa stöðugar áhyggjur og ótta.

Því getur fundist litlir hlutir vera stór vandamál eða það óttast það að eitthvað slæmt muni koma fyrir það þegar öðrum finnst ólíklegt að það gerist.
Það getur átt erfitt með að sinna hversdagslegum hlutum eins og að fara út, versla, hitta vini, fara í vinnu eða gera eitthvað með fjölskyldunni. Það getur líka átt í erfiðleikum með svefn.

Það getur fundið fyrir svima, svitaköstum eða titringi vegna kvíðans ásamt hjartsláttaróþægindum.

Það getur orðið mjög kvíðið fyrir einhverju, farið í uppnám og orðið óttaslegið eða átt í öndunarörðugleikum.

Það getur átt erfitt með að einbeita sér og hlusta í samtölum við annað fólk.

Það upplifa ekki allir kvíðaröskun á sama hátt.

Kvíðaröskun eru veikindi í heila. Það eru ekki veikindi sem þú getur smitast af og þó þú eigir foreldri með kvíðaröskun þýðir það EKKI að þú munir veikjast .

Mundu að þú berð ekki ábyrgð á veikindum foreldris og þau eru aldrei þér að kenna. Það er heldur ekki þitt hlutverk að sjá til þess að því líði betur. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að fá aðstoð.

Stundum hjálpar einfaldlega að tala við einhvern og fá stuðning frá öðrum.
Stundum hjálpar það fólki að hitta lækni, taka lyf eða hitta sálfræðing.
Mundu að mörgu fólki með geðrænan vanda batnar og það fer að njóta þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum.
Svo þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Að eiga foreldri með kvíðaröskun getur stundum verið ógnvekjandi og erfitt. Það getur því verið eðlilegt að þú finnir líka fyrir kvíða eða áhyggjum.

Það er mjög mikilvægt að þú hugsir vel um sjálfa(n) þig. Reyndu að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir, finndu einhvern til að tala við, gefðu þér tíma fyrir þig og kíktu á heimasíðu okkar “að hugsa vel um sig”
Reyndu að finna einhvern til að tala við um áhyggjur þínar. Það getur verið fjölskylduvinur, einhver fullorðinn sem þú treystir, foreldri eða starfsfólk í skólanum þínum.

Ef þér finnst þetta ekki lýsa foreldri þínu eða þeim sem þú ert með í huga skoðaðu þá ATH

Hugsaðu mjög vel um sjálfa(n) þig.

Hvað er persónuleikaröskun?

Fólk með persónuleikaröskun á sennilega mjög erfitt með varanleg sambönd í lífi sínu. Það finnur stundum fyrir sterkum tilfinningum og skapsveiflum sem hafa áhrif á samskipti við aðra.

Það getur óttast mjög að vera hafnað, að fólk yfirgefi það eða verið hrætt við að vera eitt. Því getur fundist allir hlutir snúast um það sjálft eða gert stórmál úr engu.

Tilfinningar þess og skap getur breyst án augljósra ástæðna svo það verður skyndilega reitt eða vill skaða sjálft sig.

Öll eigum við sambönd við annað fólk og oftast ganga þau vel en stundum kemur upp spenna eða vandamál.

Hjá fólki með persónuleikaröskun kemur talsvert oftar upp vandamál í samböndum við annað fólk.

Ef þú býrð með einhverjum sem er með persónuleikaröskun getur verið að þú heyrir það oft tala um ósætti við annað fólk eða um sambandsslit.

Þú getur einnig oft heyrt það tala um að annað fólk valdi því óhamingju, komi illa fram við það eða sé því vont.

Ef um er að ræða foreldri þitt getur verið erfitt fyrir þig að vinna úr þessu. Þér getur fundist þú þurfa að standa með foreldri þínu og furðað þig á þessum erfiðu og óhamingjusömu samböndum í kringum það.

Þú gætir líka tekið eftir öðru…

Fólk með persónuleikaröskun getur hafið mörg ný sambönd sem endast stutt.

Það getur viljað flytja þegar hlutirnir verða erfiðir.

Það getur hegðað sér á hættulegan hátt eins og að vera úti alla nóttina.

Það getur skaðað sjálft sig.

Það getur oft verið að koma með ókunnugt fólk inn á heimilið ykkar.

Hafa þarf í huga að persónuleikaröskun er mjög flókin og það er alls ekki auðvelt að bera kennsl á hana.

Við vonum að útskýringar okkar um persónuleikaröskun geti hjálpað þér að skilja hana betur, sérstaklega ef þú býrð með einhverjum sem hefur verið greindur með hana.

Ef þú ert að velta fyrir þér hvort einhver sem þú þekkir sé með persónuleikaröskun án þess að hafa fengið greiningu og þú ert efins þá er best að láta heilbrigðisstarfsfólk um að finna út úr því.

Persónuleikaröskun er geðrænn vandi eða veikindi í heila og það eru til mismunandi gerðir eins og til dæmis jaðarpersónuleikaröskun.

Persónuleikaröskun er geðrænn vandi. Það eru ekki veikindi sem þú smitast af og þó þú eigir foreldri með persónuleikaröskun þýðir það EKKI að þú munir veikjast.

Ef þú heldur að foreldri þitt sé með geðrænan vanda þá er það aldrei þér að kenna og það er heldur ekki þitt hlutverk að láta því líða betur. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að fá aðstoð

Stundum hjálpar að tala við einhvern og fá stuðning frá öðrum.

Stundum hjálpar fólki að hitta lækni, taka lyf eða hitta sálfræðing.

Mundu að mörgu fólki með geðrænan vanda fer að líða betur og það nýtur þess á ný að vera með fjölskyldu sinni og vinum.

Svo þetta þarf ekki að vera svona að eilífu.

Að eiga foreldri eða búa með einhverjum með persónuleikaröskun þýðir að það er mjög mikilvægt að þú hugsir vel um sjálfa(n) þig.

Reyndu að gera hluti sem þér finnast skemmtilegir, finndu einhvern til að tala við og gefðu þér tíma fyrir sjálfa(n) þig.

Reyndu að finna einhvern til að tala við um áhyggjur þínar. Það getur verið fjölskylduvinur, einhver fullorðinn sem þú treystir, foreldri eða starfsfólk í skólanum þínum.

Ef þér finnst þetta ekki lýsa foreldri þínu eða þeim sem þú ert með í huga skoðaðu þá ATH

Hugsaðu mjög vel um sjálfa(n) þig.