Fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda

Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda og geðsjúkdóma og veitir fjölskyldum fræðslu og stuðning.

Nánar um starfið
Illustration of a brain

Börn og ungmenni

Það getur verið erfitt að eiga foreldri með geðsjúkdóm og það er eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar.

Á vefnum finnur þú útskýringar og leiðir sem geta hjálpað þér að skilja þetta betur og hugsa vel um þig.

Illustration of a tree growing from hands

Foreldrar

Ef þú ert foreldri og glímir við geðræn veikindi getur verið hjálplegt að fá upplýsingar og leiðir til að styðja við barnið þitt.

Á vefnum finnur þú fræðsluefni sem styður þig í foreldrahlutverkinu og auðveldar þér að eiga góð samtöl við barnið þitt.

Illustration of a butterfly flying out from a hand

Aðstandendur

Það skiptir miklu máli fyrir barn sem á foreldri með geðsjúkdóm að hafa einhvern í nærumhverfi sem styður við það. Aðstandendur gegna oft lykilhlutverki þegar veikindi koma upp í fjölskyldum.

Á vefnum finnur þú fræðsluefni sem getur hjálpað þér að vera til staðar fyrir barnið og styðja fjölskylduna í heild.

Fyrir alla fjölskylduna

Þegar foreldri glímir við geðræn veikindi hefur það áhrif á alla fjölskylduna og getur vakið upp ólíkar tilfinningar og áhyggjur - bæði hjá börnum og foreldrum.

Það er mikilvægt að muna að það er hægt að fá aðstoð í þessum aðstæðum. Með fræðslu og stuðningi er hægt að skapa meira öryggi og styrkja tengslin innan fjölskyldunnar.  

Ef þú þarft að tala við einhvern nafnlaust

  • Rauði krossinn

    Hægt er að hafa samband með því að hringja í 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins en það er líka hægt að nota netspjallið hjá þeim á 1717.is

    Það er ókeypis, bundið trúnaði og alltaf opið.

  • Bergið

    Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er hægt að fá ráðgjöf.

    Það er ókeypis, bundið trúnaði og ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

  • Neyðarlínan

    Hringdu í 112 ef þú ert í hættu.

    Það er opið allan sólarhringinn og það er einnig hægt að spjalla við neyðarvörð í gegnum netspjall á 112.is