Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda og geðsjúkdóma og veitir fjölskyldum fræðslu og stuðning.
Það getur verið erfitt að eiga foreldri með geðsjúkdóm og það er eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar.
Á vefnum finnur þú útskýringar og leiðir sem geta hjálpað þér að skilja þetta betur og hugsa vel um þig.
Ef þú ert foreldri og glímir við geðræn veikindi getur verið hjálplegt að fá upplýsingar og leiðir til að styðja við barnið þitt.
Á vefnum finnur þú fræðsluefni sem styður þig í foreldrahlutverkinu og auðveldar þér að eiga góð samtöl við barnið þitt.
Það skiptir miklu máli fyrir barn sem á foreldri með geðsjúkdóm að hafa einhvern í nærumhverfi sem styður við það. Aðstandendur gegna oft lykilhlutverki þegar veikindi koma upp í fjölskyldum.
Á vefnum finnur þú fræðsluefni sem getur hjálpað þér að vera til staðar fyrir barnið og styðja fjölskylduna í heild.
Þegar foreldri glímir við geðræn veikindi hefur það áhrif á alla fjölskylduna og getur vakið upp ólíkar tilfinningar og áhyggjur - bæði hjá börnum og foreldrum.
Það er mikilvægt að muna að það er hægt að fá aðstoð í þessum aðstæðum. Með fræðslu og stuðningi er hægt að skapa meira öryggi og styrkja tengslin innan fjölskyldunnar.