Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Fagfólk getur skipt sköpum með því að veita börnum og fjölskyldum þeirra stuðning, fræðslu og viðurkenningu á aðstæðum. Þegar fagfólk tekur virkan þátt aukast líkur á að börn fái þá verndandi þætti sem þau þurfa til að dafna þrátt fyrir áskoranir.
Hlutverk fagfólks felst meðal annars í að:
Þegar fagfólk vinnur af næmni og í samstarfi við fjölskyldur getur það haft afgerandi jákvæð áhrif á líðan barns og lagt grunn að aukinni velferð þeirra til framtíðar.
Á Íslandi eiga börn sem aðstandendur foreldris sem glímir við alvarleg veikindi sjálfstæðan rétt á viðeigandi ráðgjöf og stuðningi, þurfi þau á því að halda.
Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda
Árið 2019 voru gerðar breytingar á sex mismunandi lögum til að tryggja þennan rétt barna. Ný ákvæði voru sett inn í:
Með þessum breytingum var lögð áhersla á að fagfólk sé vakandi fyrir því hvernig veikindi foreldra geta haft áhrif á líðan og velferð barna. Sérstaklega voru settar auknar skyldur á heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars að kanna hvort sjúklingur með geð- eða fíknisjúkdóm eða langvinnan alvarlegan sjúkdóm eigi barn undir lögaldri. Ef svo er, ber fagfólki að ræða við foreldrið um rétt og stöðu barnsins og tryggja að barnið fái viðeigandi stuðning – til dæmis með því að upplýsa skóla barnsins svo hann geti brugðist við og stutt við barnið.
Þessar lagabreytingar voru mikil réttarbót og byggðu á þeirri vitneskju sem lengi hefur verið til staðar:
Á vefsíðunni er einnig sérstakt fræðsluefni fyrir foreldra. Þar má finna hagnýtar upplýsingar, meðal annars um hvernig útskýra megi veikindi fyrir börnum.