Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Geðheilsa snýst um hvernig okkur líður í huganum og hjartanu. Hún tengist tilfinningunum okkar og hugsunum – til dæmis hvort við séum glöð, leið, kvíðin, spennt eða reið.
Geðheilsa getur verið mismunandi eftir dögum. Stundum líður okkur vel og við höfum mikla orku, en stundum erum við þreytt eða leið. Það er eðlilegt – enginn er alltaf glaður.
Að vera með góða geðheilsu þýðir ekki að okkur líði alltaf vel. Það þýðir að þegar okkur líður illa, þá getum við fundið leið til að líða betur aftur.
Við getum hugsað um geðheilsu eins og plöntu sem þarf vatn og birtu. Hún verður sterk þegar við hugsum vel um hana.

Það eru margir hlutir sem gera geðheilsuna sterka og hjálpa okkur að líða betur. Til dæmis:
Stundum ruglar fólk saman orðunum „geðheilsa“ og „geðsjúkdómar“. Það er ekki það sama.
Geðsjúkdómar eru veikindi sem hafa áhrif á hugsanir, líðan og hegðun.
