Börn

Hvað er geðheilsa?

Við erum öll með geðheilsu – alveg eins og við erum öll með hjarta og heila

Geðheilsa snýst um hvernig okkur líður í huganum og hjartanu. Hún tengist tilfinningunum okkar og hugsunum – til dæmis hvort við séum glöð, leið, kvíðin, spennt eða reið.

Geðheilsa getur verið mismunandi eftir dögum. Stundum líður okkur vel og við höfum mikla orku, en stundum erum við þreytt eða leið. Það er eðlilegt – enginn er alltaf glaður.

No items found.

Góð geðheilsa

Að vera með góða geðheilsu þýðir ekki að okkur líði alltaf vel. Það þýðir að þegar okkur líður illa, þá getum við fundið leið til að líða betur aftur.

Við getum hugsað um geðheilsu eins og plöntu sem þarf vatn og birtu. Hún verður sterk þegar við hugsum vel um hana.

Hvað hjálpar geðheilsunni?

Það eru margir hlutir sem gera geðheilsuna sterka og hjálpa okkur að líða betur. Til dæmis:

  • Svefn: Að sofa nóg gefur okkur orku og ró.
  • Matur: Að borða reglulega hjálpar líkamanum og huganum.
  • Hreyfing: Að hreyfa sig eða leika sér gerir okkur glaðari.
  • Vinir og fjölskylda: Að vera með fólki sem okkur líður vel með styrkir okkur.
  • Að tala: Að segja frá tilfinningum okkar við einhvern sem hlustar hjálpar mikið.
  • Að hlæja og gera skemmtilega hluti: Gleði er góð fyrir hugann og hjartað.

Geðheilsa og geðsjúkdómar

Stundum ruglar fólk saman orðunum „geðheilsa“ og „geðsjúkdómar“. Það er ekki það sama.

  • Allir eru með geðheilsu
  • Sumir fá geðsjúkdóm

Geðsjúkdómar eru veikindi sem hafa áhrif á hugsanir, líðan og hegðun.

No items found.

Tengt efni