Ungmenni 13-17 ára

Staðreyndir um geðsjúkdóma

No items found.
  • Geðsjúkdómar hafa áhrif á hvernig manneskja hugsar, finnur til og hegðar sér
  • Geðsjúkdómar eru ekki smitandi eins og kvef
  • Þú getur ekki valdið geðsjúkdómi hjá öðrum
  • Geðsjúkdómur stafar ekki af veikleika eða lágri greind
  • Geðsjúkdómar geta haft áhrif á hvern sem er, óháð aldri, kyni eða bakgrunni
  • Það sést ekki utan á fólki að það sé með geðsjúkdóm
  • Geðsjúkdómur er ekki merki um að manneskja sé hættuleg
  • Það er hægt að meðhöndla geðsjúkdóma með réttri aðstoð, eins og með samtalsmeðferð, lyfjum eða öðrum úrræðum
  • Að leita sér hjálpar er merki um styrk, ekki veikleika
  • Það er mikilvægt að tala um geðheilsu og geðsjúkdóma og rjúfa fordóma
  • Það að vera með geðsjúkdóm þýðir ekki að manneskja geti ekki átt hamingjusamt og innihaldsríkt líf
  • Geðsjúkdómar eru algengir og margir glíma við þá einhvern tímann á lífsleiðinni
  • Lyf geta hjálpað sumum en þau eru ekki eina leiðin til að ná bata – samtalsmeðferð, lífsstílsbreytingar og stuðningur skipta líka miklu máli
  • Geðheilsa er jafn mikilvæg og líkamleg heilsa - það er eðlilegt og nauðsynlegt að hugsa um hana

No items found.

Tengt efni