Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Þegar daglegar athafnir eru fyrirsjáanlegar finna börn til öryggis, vita hvað er á seyði og hvers er að vænta.
Foreldri sem glímir við geðræn veikindi getur átt erfitt með að viðhalda rútínu, til dæmis vegna orkuleysis, svefnvandamála, kvíða, depurðar eða skertrar einbeitingar. Veikindin geta valdið því að dagarnir verða óútreiknanlegir, sem gerir það áskorun að halda í reglubundið dagskipulag – jafnvel þótt foreldrinu þyki það mikilvægt og vilji það af heilum hug.
Hvað er rútína?
Daglegar rútínur hjálpa fjölskyldulífinu að ganga snurðulaust fyrir sig. Þær hjálpa fjölskyldum að skipuleggja sig til að sinna daglegum verkefnum, njóta samveru og gera skemmtilega hluti. Rútínur veita fjölskyldumeðlimum skýra sýn á hver á að gera hvað, hvenær, í hvaða röð og hversu oft. Góð rútína veitir barninu þínu öryggi og stöðugleika. Þegar barnið veit hvað gerist næst upplifir það meiri stjórn á umhverfi sínu og lærir skipulag og ábyrgð. Rútínur hjálpa einnig barninu þínu að skilja hvað skiptir fjölskylduna máli.
Fjölskylduhefðir eru dæmi um sérstakar rútínur sem tengjast reglulegum athöfnum ykkar. Þær geta styrkt sameiginleg gildi og viðhorf fjölskyldumeðlima, eflt tengsl og aukið samheldni.

Það tekur tíma og fyrirhöfn að koma rútínum á en þegar þær eru orðnar fastmótaðar geta þær haft margvíslegan ávinning fyrir þig sem foreldri:

Þegar veikindi gera vart við sig og breytingar og óvissa setja mark sitt á fjölskyldulífið er eitt það mikilvægasta sem þú getur gert til að veita barninu þínu öryggistilfinningu að sjá til þess að dagleg rútína þess raskist sem minnst. Að skapa fyrirsjáanleika í lífi barnsins þíns á óvissutímum getur skipt sköpum og hjálpað ykkur að viðhalda nánd og tengslum þegar þú glímir við veikindi.
Þegar þú, sem foreldri, gengur í gegnum erfiðleika vegna geðrænna veikinda taka börnin oft eftir því að eitthvað hafi breyst í fari þínu. Þau vilja eflaust fyrst og fremst vita hvort þú munir ná þér aftur. Í kjölfarið vilja þau svo vita hvort þetta hafi áhrif á daglegar, reglubundnar venjur. Þau gætu t.d. velt eftirfarandi fyrir sér: „Get ég stundað íþróttir áfram eða boðið vini mínum heim? Hver fylgir mér og sækir í skólann? Get ég haldið áfram í tónlistarnáminu og hver mun útbúa nestið fyrir mig?“
Þessi daglegu verkefni geta reynst erfiðari í framkvæmd þegar þér líður ekki vel. Þá gætirðu þurft að liggja meira fyrir eða hvílast fjarri fjölskyldunni. Jafnvel á erfiðum tímum er hægt að viðhalda bæði rútínu og tengslum við börnin.
Þú gætir prófað að byrja á einhverju smáu og einföldu sem þú treystir þér til. Jafnvel litlar samverustundir geta skipt miklu máli, eins og að:
Ef þetta reynist þér of erfitt getur þú beðið maka þinn eða aðra fullorðna manneskju sem barnið treystir til að hjálpa þér og sjá um að fylgja rútínunni eftir. Kannski ertu fær um að gera það með hjálp annarrar fullorðinnar manneskju. Þú gætir til dæmis setið og borðað með barninu þínu ef einhver annar hefur hjálpað til við að útbúa matinn.
Það getur líka reynst hjálplegt að hugsa um eftirfarandi:
Í því samhengi getur verið hjálplegt að skoða stuðningsnet barnsins þíns: