Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Geðheilsa snýst um hvernig okkur líður innra með okkur, hvernig við hugsum og hvernig við ráðum við lífið frá degi til dags. Geðheilsa tengist tilfinningunum okkar, hvort sem við upplifum gleði, sorg, kvíða, reiði, spennu eða eitthvað allt annað.
Það er eðlilegt að geðheilsan breytist. Sumir dagar eru góðir og við finnum fyrir orku og krafti en aðrir dagar geta verið erfiðari og við verðum þreytt eða niðurdregin. Þannig er lífið – engum líður alltaf vel. Að vera með góða geðheilsu þýðir ekki að okkur líði alltaf vel, heldur að við getum tekist á við erfiða tíma og smám saman fundið leiðir til að ná aftur jafnvægi.
Til dæmis getur hjálpað:
Það er eðlilegt að mæta erfiðleikum. Stundum erum við kvíðin, reið eða upplifum sorg. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar sem við getum lært að takast á við.

Stundum ruglar fólk saman orðunum „geðheilsa“ og „geðsjúkdómar“. Það er ekki það sama.
Geðsjúkdómar eru veikindi sem hafa áhrif á hugsanir, líðan og hegðun.