Börn

Hverjir geta hjálpað mér?

Stundum líður manni illa og höfuðið verður fullt af hugsunum og áhyggjum

Kannski ertu með spurningar um veikindin sem foreldri þitt er með eða þarft einhvern til að hlusta. Þú þarft ekki að geyma allt innra með þér.

No items found.

Það er alltaf í lagi að tala við einhvern – og þú mátt alltaf biðja um hjálp. Það er ekki slæmt, rangt eða sjálfselskt. Hvernig þér líður skiptir miklu máli og það er til fólk sem vill hjálpa þér.

Er einhver í kringum þig sem þér finnst gott að tala við?

Það getur hjálpað að tala við einhvern sem þú þekkir og treystir. Það gæti til dæmis verið kennarinn þinn eða starfsmaður í skólanum, þjálfarinn þinn, foreldri vina þinna, frænka eða frændi, amma eða afi – eða einhver annar sem þér líður vel með. Það mikilvægasta er að það sé manneskja sem þú treystir og sem hlustar á þig. Ef þér finnst fyrsta manneskjan sem þú talar við ekki hjálpa nóg, þá er alltaf í lagi að prófa að tala við einhvern annan – það getur tekið smá tíma að finna réttu manneskjuna sem hlustar vel á þig.

Það er alltaf einhver sem vill hlusta

Ef það er enginn í kringum þig sem þér dettur í hug eða þú vilt tala við einhvern sem þú þekkir ekki þá getur þú:

  • Hringt í 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins en það er líka hægt að nota netspjallið hjá þeim á www.1717.is - Það er ókeypis, bundið trúnaði og alltaf opið
  • Hringt í okkur sem vinnum hjá Okkar heimi, símanúmerið er: 556-6900 – síminn er opinn alla virka daga milli kl. 9-16. Svo erum við líka á Facebook, Instagram og TikTok – þú getur sent okkur skilaboð þar

Mundu að ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Stundum er bara gott að tala við einhvern um hvernig okkur líður.

Ef þú ert í hættu skaltu hringja í 112. Þá færðu strax hjálp.

No items found.

Tengt efni