Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Þegar mikið er í gangi gleyma sum börn að hugsa um sig – til dæmis hvernig þeim líður og að gera eitthvað sem gleður þau. En það er mjög mikilvægt að þú hugsir líka um þig – því það skiptir miklu máli hvernig þér líður.
Þegar þú gefur þér tíma til að hlæja, leika og gera það sem gleður þig þá hjálpar það þér að líða betur og hafa meiri orku til að takast á við daginn.
Sumum krökkum finnst ekki rétt að leika sér eða hafa gaman ef eitthvað erfitt er að gerast heima. Þeim getur jafnvel fundist þau þurfa að vera alvarleg eða að það sé rangt að hlæja og njóta sín. En það er ekki þannig – börn eiga alltaf að fá að leika sér og eiga góðar stundir, alveg sama þó að það sé erfitt heima. Það er mikilvægt að prófa að gera eitthvað skemmtilegt, smátt og smátt, þegar þú treystir þér til.
Litlar gleðistundir geta breytt miklu. Það getur verið að lesa bók sem þér finnst skemmtileg, teikna mynd, hlusta á uppáhalds tónlistina þína eða kúra undir teppi og horfa á mynd. Það getur líka verið að fara út að leika eða spjalla við vin.

Mundu líka að þegar þú leyfir þér að hafa gaman ertu ekki bara að hugsa vel um þig – þú getur líka glatt fólkið í kringum þig. Foreldri þínu getur liðið betur að sjá þig hlæja, leika þér og vera barn.