Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Kannski óttast þú að þau skilji ekki, dæmi þig eða líti á þig öðruvísi.
En mundu: Allar fjölskyldur ganga í gegnum erfiða hluti. Þó að líf annarra virðist fullkomið á yfirborðinu er það aldrei þannig í raun.
Það getur verið hjálplegt að skoða kosti og galla við að segja vinum þínum frá aðstæðum þínum.
Mikilvægast er að þú segir aðeins frá því sem þú vilt deila – og við þá sem þú treystir.
Þú þarft ekki að fara í smáatriði eða segja meira en þér líður vel með. Það getur verið nóg að segja einfaldlega:
Þú ræður alltaf sjálf/ur/t hversu mikið eða lítið þú segir. Ef þú færð margar spurningar frá vinum og vilt ekki svara þá getur þú sagt bara að þú nennir ekki að tala meira um þetta núna.
Flestir vilja skilja hvað þú ert að ganga í gegnum og vera til staðar. En ef einhver segir eitthvað klaufalegt eða skilur ekki alveg strax, þá segir það meira um þekkingu þeirra en um þig eða fjölskylduna þína. Þú getur útskýrt aðeins betur – eða ákveðið að tala frekar við einhvern annan sem hlustar.
Þegar kemur að geðsjúkdómum eru því miður enn til fordómar í samfélaginu. Fordómar eru þegar fólk dæmir aðra án þess að vita allan sannleikann eða skilja aðstæður þeirra. Þeir byggja oft á röngum hugmyndum, skorti á þekkingu eða hræðslu við það sem er öðruvísi.
Fordómar í kringum geðsjúkdóma koma oft frá röngum hugmyndum sem við sjáum eða heyrum í kringum okkur. Í bíómyndum og sjónvarpi eru veikindi stundum sýnd á ýktan eða rangan hátt. Í fjölmiðlum er stundum talað um fólk með geðsjúkdóm eins og það sé hættulegt eða skrítið, sem er ekki rétt. Sum læra líka fordóma frá því sem þau heyra í samfélaginu eða jafnvel heima fyrir. Allt þetta getur skapað ranga mynd af því hvernig það er að lifa með geðsjúkdóm – og þess vegna er svo mikilvægt að fá réttar upplýsingar.

Geðsjúkdómar eru sjúkdómar eins og hverjir aðrir – og fólk sem glímir við þá getur lifað innihaldsríku og góðu lífi með réttum stuðningi.
Það er mikilvægt að muna að:
Stundum getur hjálpað að svara einfaldlega með staðreynd, eins og: „Geðsjúkdómar eru sjúkdómar eins og hverjir aðrir.“ En það er líka í lagi að velja að útskýra ekki neitt og einfaldlega treysta á þá sem skilja og styðja þig.