Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Það er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Allar fjölskyldur mæta einhvern tímann áskorunum sem kalla á stuðning. Þegar veikindi koma upp í fjölskyldum getur þorpið, stuðningsnetið í kring, skipt sköpum.
Þegar foreldri glímir við geðræn veikindi getur stuðningsnetið verið lykillinn að því að viðhalda jafnvægi, draga úr álagi og veita bæði barni og foreldri nauðsynlegan styrk til að takast á við nýjar og krefjandi aðstæður. Í slíkum aðstæðum getur verið mikilvægt að staldra við og skoða þorpið sitt. Hverjir eru þar? Hverjir geta stutt þig í daglegu lífi, hlustað á þig, tekið við þegar þú þarft hvíld – eða verið til staðar fyrir barnið þitt ef veikindin verða mikil.
Stundum er þorpið sterkt og áreiðanlegt, en það getur líka reynst veikt og óáreiðanlegt þegar á reynir. Þá er mikilvægt að leita leiða til að styrkja það. Gott stuðningsnet er ekki aðeins mikilvæg stoð fyrir þig sem foreldri heldur getur það líka aukið öryggistilfinningu barnsins, hjálpað því að skilja að það er ekki eitt og dregið úr því álagi sem getur fylgt óvissu og breytingum vegna veikindanna.
Það getur líka verið gagnlegt að ræða þetta við fagaðili sem veitir þér stuðning og fá aðstoð við að kortleggja möguleikana.

Með því að opna fyrir stuðning ert þú líka sterk fyrirmynd fyrir barnið þitt og kennir því dýrmæta lífsleikni: Að enginn þarf að takast á við allt einn og að það felst styrkur í því að leita sér aðstoðar.
Til að styðja sem best við barnið þitt þegar þú glímir við veikindi getur verið gagnlegt að kortleggja stuðningsnet barnsins þíns sérstaklega.
Leiðarvísirinn Stuðningsnet barnsins míns er einfalt og gagnlegt verkfæri sem styður foreldra við að efla tengsl barnsins við mikilvæga aðila í lífi þess. Leiðarvísirinn hefur verið þróaður í samstarfi við foreldra sem glíma við geðræn veikindi, börn þeirra og aðra sem styðja við fjölskylduna. Hann er ætlaður til að hjálpa foreldrum að kortleggja tengslanet barnsins síns og finna leiðir til að styrkja þessi tengsl – til hagsbóta fyrir barnið og fjölskylduna í heild.
Notkun leiðarvísisins
Leiðarvísirinn er hugsaður til að vinna með fyrir hvert barn í fjölskyldunni sérstaklega. Hann skiptist í þrjú skref: