Ungmenni 13-17 ára

Afhverju er foreldri mitt með geðsjúkdóm?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að manneskja veikist af geðsjúkdómi

Það er yfirleitt ekki út af einhverju einu heldur af samspili margra þátta:

  1. Efnaskipti í heilanum
    Í heilanum eru taugaboðefni sem hafa áhrif á hugsanir, tilfinningar og líðan. Ef þau eru í ójafnvægi getur það haft áhrif á geðheilsu.
  2. Álag
    Löng tímabil með miklu álagi og erfiðum tilfinningum geta safnast upp og orðið of mikil.
  3. Erfiðar lífsreynslur og áföll
    Að upplifa mikla streitu, verða fyrir einelti, missa ástvin eða verða fyrir ofbeldi getur haft mikil áhrif á geðheilsu.
  4. Notkun áfengis og annarra vímuefna
    Slík efni geta haft áhrif á heilann og aukið líkur á geðsjúkdómum, sérstaklega hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir.

Hjá sumum skiptir einn hlutur meira máli en hjá öðrum blandast margir saman.

No items found.

Við vitum margt um hugann – en ekki allt

Hugurinn er einn flóknasti hluti líkama okkar. Hann stjórnar hugsunum, tilfinningum, minningum og hegðun – öllu sem gerir okkur að því sem við erum.

Vísindafólk og læknar vita mikið um hvernig heilinn og hugurinn starfa en það er enn margt sem er óljóst. Það er enn verið að rannsaka hvað gerist þegar hugurinn veikist, hvers vegna geðsjúkdómar þróast og hvaða þættir skipta mestu máli. Á sama tíma er verið að þróa nýjar og betri leiðir til að hjálpa fólki – bæði til að ná bata og til að lifa með veikindum á heilbrigðan hátt.

No items found.

Tengt efni