Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Bataferli hefur margar hliðar og fer fram á forsendum einstaklingsins – hvernig hann upplifir veikindin sín og hvað skiptir hann máli í lífinu. Fyrir suma felur bati í sér að komast aftur til vinnu, fyrir aðra að endurbyggja fjölskyldutengsl eða öðlast meiri innri ró og jafnvægi í daglegu lífi. Í stað þess að snúast eingöngu um að fjarlægja einkenni veikinda, felst bati í því að styrkja geðheilsu, finna jafnvægi og byggja upp líf sem hefur tilgang og merkingu – þrátt fyrir að veikindin kunni að vera til staðar að einhverju leyti.
Bati snýst líka um að öðlast meiri stjórn á eigin lífi, taka sjálfstæðar ákvarðanir og fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Í bataferlinu gegnir manneskjan ekki aðeins hlutverki sjúklings, heldur einnig foreldris, vinar, starfsmanns eða nágranna – hlutverk sem gefa lífinu dýpri merkingu.
Fólk í bata byggir upp tengslanet sem styður það og öðlast smám saman færni til að takast á við tilfinningalegar áskoranir – án þess að það leiði endilega til bakslags eða versnandi veikinda. Bati er þannig ferli vonar, styrks og enduruppbyggingar – og það er alltaf hægt að hefja það ferli sama hvar í lífinu við stöndum.
Foreldrahlutverkið getur haft mikil áhrif á bataferlið. Það getur bæði verið uppspretta álags og áskorana en líka uppspretta gleði, vonar, kærleika og hvatningar. Þess vegna getur verið gagnlegt að gefa sér tíma til að velta eftirfarandi spurningum fyrir sér:
Hvað sem bati merkir fyrir þig persónulega, er gott að horfa á hann sem sameiginlegt ferli fyrir þig og fjölskylduna þína – ekki bara eitthvað sem þú upplifir ein/einn/eitt.
Þú ert líklega meðvituð(aður/að) um þær áskoranir sem fjölskyldan hefur staðið frammi fyrir vegna veikindanna. Margir foreldrar tala um áhrifin sem veikindin hafa haft á fjölskyldulífið og tengslin – og hversu mikilvægt það er að vinna að því að byggja upp tengslin aftur og græða sárin.
Það getur hjálpað fjölskyldunni að reyna að tala um...
...hvað hefur gerst og hvað þið hafið lært af því.
...ykkar vonir um framtíðina – og hvernig þið getið unnið saman að því að láta þær rætast.