Foreldrar

Hvernig get ég stutt við barnið mitt?

Þegar foreldri glímir við geðræn veikindi er eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvernig barnið bregst við – og hvernig hægt er að styðja það á sem bestan hátt

Góðu fréttirnar eru að það er margt sem þú getur gert, jafnvel þegar heilsan er ekki góð. Rannsóknir sýna að flest börn foreldra sem glíma við geðræn veikindi spjara sig vel til lengri tíma – sérstaklega ef þau fá upplýsingar, skilning og stuðning. Börn geta þróað með sér seiglu, umhyggju og dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum þegar þau fá tækifæri til að takast á við áskoranir í umhyggjusömu og öruggu umhverfi, með stuðningi frá þeim sem skipta þau máli í lífi þeirra.

Á þessum síðum finnur þú hagnýt ráð um hvernig þú getur stutt við barnið þitt þegar þú glímir við veikindi – bæði á góðum og erfiðum dögum. Þú þarft ekki að gera allt í einu; hvert lítið skref getur skipt máli og ýtt undir styrkleika og seiglu barnsins þíns.

­
  1. Ætti ég að ræða veikindin við barnið mitt?
  2. Hvernig ræði ég veikindin við barnið mitt?
  3. Einfaldar leiðir til að útskýra geðsjúkdóma fyrir börnum
  4. Nánd og tengsl við barnið í veikindum
  5. Mikilvægi rútínu
  6. Mikilvægi stuðningsnets
  7. Að styðja við vinatengsl og áhugamál barnsins
  8. Virkja stuðning í skólanum
  9. Undirbúningur fyrir erfið tímabil
  10. Að viðhalda tengslum við barnið þegar þú ert á sjúkrahúsi

No items found.

No items found.

Tengt efni