Um okkur

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi.

Markmiðin okkar

Fræðsla

Veitum foreldrum, börnum og aðstandendum fræðslu um geðrænan vanda.

Stuðningur

Styrkjum börn með öruggu rými, úrræðum og samveru við jafningja.

Vitundar­vakning

Vinnum að auknum skilningi og viðhorfsbreytingum í samfélaginu.

Hvað gerir Okkar heimur?

  1. Gerð fræðsluefnis:
    Útbúum fræðsluefni fyrir börn, fullorðna og fagaðila.
  2. Fjölskyldusmiðjur:
    Bjóðum upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðræn veikindi.
  3. Stuðningshópur fyrir ungmenni:
    Bjóðum upp á stuðningshóp fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem eiga foreldri með geðsjúkdóm.
  4. Vitundarvakning:
    Stuðlum að vitundarvakningu um mikilvægi þess að börn foreldra sem glíma við geðræn veikindi fái viðeigandi stuðning og fræðslu.
  5. Samstarf við geðþjónustu Landspítalans:
    Markmið verkefnisins er að grípa börn sem aðstandendur þegar foreldri glímir við geðræn veikindi og tryggja að þau fái viðeigandi stuðning.
  6. Fræðsluverkefni í grunnskólum:
    Vinnum að bættri stöðu barna í skólakerfinu með það að markmiði að gera skólann að griðarstað fyrir börn sem eiga foreldri sem glímir við geðræn veikindi. Við förum með fræðsluverkefni í grunnskóla og flytjum erindi sem stuðla að vitundarvakningu og aukinni fræðslu.

Teymið

Starfsfólk

Sigríður Gísladóttir

Framkvæmdastjóri

sigridur@okkarheimur.is

Sigríður sat í stjórn Geðhjálpar frá 2019 til lok árs 2020, en þá tók hún við sem verkefnastjóri í innleiðingu stuðnings og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Okkar heimur er verkefni sem hún hóf innan Geðhjálpar. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi í málaflokknum. Hún hefur einnig starfað hjá Konukoti, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og sat í stjórn Sáttar – samtaka um átröskun og tengdar raskanir.

Hún hefur haldið ýmis erindi og vakið athygli á stöðu barna sem aðstandenda foreldra með geðrænan vanda og situr í vinnuhópi hjá Landspítalanum um bættan stuðning við aðstandendur. Sigríður situr einnig í stjórn Geðverndarfélags Íslands.

Þórunn Edda Sigurjónsdóttir

Félagsráðgjafi

thorunn@okkarheimur.is

Þórunn Edda útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA gráðu í félagsráðgjöf árið 2018 og MA gráðu til starfsréttinda árið 2020. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún reynslu og upplifun barna á Íslandi af því að eiga og annast foreldra með geðsjúkdóma, með áherslu á þörf þeirra fyrir stuðning og úrræði.

Þórunn starfaði sem stuðningsfulltrúi á Geðgjörgæslu Landspítalans samhliða námi. Frá útskrift hefur hún unnið sem félagsráðgjafi á geðendurhæfingardeild Landspítalans og hjá Barnavernd Kópavogs. Hún hefur lagt mikla áherslu á að veita börnum og fjölskyldum faglegan stuðning og vinnur að úrbótum í þjónustu við börn í viðkvæmri stöðu, bæði innan stofnana og í nærumhverfi þeirra.

Kolbrún Fjóla Sölvadóttir

Félagsráðgjafi

kolbrun@okkarheimur.is

Kolbrún Fjóla útskrifaðist með BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2023 og með MA-gráðu til starfsréttinda árið 2025. Hún á að baki sex ára starfsreynslu sem leikskólaleiðbeinandi áður en hún hóf nám í félagsráðgjöf. Kolbrún starfaði samhliða námi sem uppeldis- og meðferðarráðgjafi á vistheimilinu Mánabergi og einnig sem tilsjónaraðili á vegum Barnaverndar Kópavogs. Hún var ásamt því um tíma sjálfboðaliði hjá Konukoti.

Kolbrún hefur reynslu af því að vera stuðnings- og fósturforeldri sem veitti henni ákveðna innsýn í aðstæður fjölskyldna. Hún hefur mikla unun af því að starfa með börnum og fjölskyldum þeirra ásamt því að andleg heilsa er henni afar hugleikin.

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Leiklistarkennari

Bergdís Júlía er leikkona, leikstjóri og leiklistarkennari með B.A. gráðu í leiklist frá Rose Bruford College og kennaramenntun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað með fjölbreyttum leikhópum, rekur leikhópinn Spindrift og hefur sýnt á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bretlandi, bæði í hefðbundnum og tilraunakenndum verkefnum.

Síðustu ár hefur hún kennt börnum og fullorðnum leiklist víða, m.a. í grunnskólum, Borgarleikhúsinu og á námskeiðum víðsvegar um landið. Hún tók þátt í innleiðingu Trúðavaktarinnar á Barnaspítala Hringsins og starfar sem sjúkrahússtrúður. Bergdís leggur áherslu á barnamenningu, sjálfstyrkingu og vellíðan með leikgleði, öryggi og skapandi tjáningu að leiðarljósi.

Sjálfboðaliðar

Anja Stella Ólafsdóttir

Anja lauk B.A. og mastersgráðu í listasögu 2014 frá Aarhus University. Hún hefur reynslu af því að eiga foreldri með geðrænan vanda. Sköpun og ævintýri eru henni hugleikin og hún notar list sem verkfæri til sjálfsstyrkingar og hefur haldið sýningar í Evrópu og víðar. Hún hefur unnið með börnum sem leikskólaleiðbeinandi í Reykjavík og með grunnskólabörnum við Aarhus Musikskole. Hún hefur áhuga á sköpun, nærandi samtölum og geðrænum úrræðum. Á daginn starfar hún sem þjónustustjóri og leikur sér með myndlist á kvöldin.

Sara Rós Guðmundsdóttir

Sara Rós er austfirsk listakona með BA í félagsráðgjöf og stofnandi Týndu stelpurnar ehf., sem sérhæfir sig í stuðningi við stúlkur með ADHD. Hún er með kennsluréttindi í krakkajóga og yin-jóga og hefur kennt bæði jóga og leiklist, þá sérstaklega þeim sem eru að koma úr mikilli óvirkni, í endurhæfingu eða atvinnuleit. Sara hefur einnig sótt fjölda leiklistarnámskeiða hér heima og erlendis og þjálfar þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í sirkuslistum. Hún dregur orku úr náttúrunni, hleypur upp um fjöll og firnindi og notar hreyfingu og sköpun sem meðferðartól. Með eigin reynslu af geðrænum áskorunum að leiðarljósi leitast hún við að miðla því sem hefur virkað fyrir hana og styðja aðra til að finna sína rödd.

Aníta Ósk Georgsdóttir

Aníta Ósk lauk hársnyrtimeistaranámi árið 2014 og er að læra lyfjatækninn. Hún hefur meðal annars unnið sem stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi í grunnskóla. Aníta þekkir það af eigin raun hvernig það er að vera með geðrænan vanda og nýtur samfélagsmiðil sinn til þess að deila sinni reynslu. Hún brennur fyrir málefnum fólks með geðrænan vanda.

Ragna Guðfinna Maríudóttir

Ragna Guðfinna lauk BA gráðu í sálfræði sumarið 2021 og stundar nú meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu við háskólann í Reykjavík, Ragna hefur reynslu á að vinna með fjölbreyttum hópi fólks, en hefur seinustu ár unnið með fötluðu fólki. Ragna starfaði sem umsjónarmaður unglingadeildar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar árin 2017-2022, einnig hefur hún setið í stjórn Hugrúnar geðfræðslufélags í tvö starfsár; sem fræðslustýra félagsins starfsárið 2020-2021 og sem varaformaður og meðstjórnandi árið 2021-2022.

Saga Okkar heims

Í júní árið 2019 lágu leiðir tveggja kvenna saman sem áttu það sameiginlegt að hafa alist upp hjá foreldri með geðrænan vanda og vildu nýta reynslu sína til að styðja við og fræða börn í sömu stöðu hér á landi. Sigríður Gísladóttir var í stjórn Geðhjálpar og Sigríður Tulinius Torfadóttir starfaði hjá Our Time í Bretlandi. Þær ákváðu að sameina krafta sína og skoða hvort það væri stuðningur í boði fyrir börn foreldra með geðrænan vanda á Íslandi og hvort eitthvað hefði í raun breyst síðan þær voru börn. Fljótlega komust þær að því að lítið hafði breyst og ákváðu þær í krafti reynslu sinnar að gera sitt besta til að berjast fyrir þessum hópi og leggja sitt af mörkum til að aðstoða börn sem búa við slíkar aðstæður í dag.

Sjá meira
Plus icon

Stýrihópur

Á bak við Okkar heim er faglegur stýrihópur. Hlutverk hans er að veita faglega ráðgjöf varðandi stefnumótun og framþróun úrræðisins.

Alda Árnadóttir, f.h. Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir, f.h. Velferðarsviðs

Reykjavíkurborgar.Guðlaug María Júlíusdóttir, f.h. Landspítalans.

Sigrún
Sigurðardóttir, f.h. Geðhjálpar.

Sigurþóra Bergsdóttir, f.h. Bergsins headspace.

Sérstakar þakkir

Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar sem hjálpuðu til við að láta Okkar heim verða að veruleika:

Anna Margrét Guðjónsdóttir

Ásmundur Einar Daðason

Dr. Guðbjörg Ottósdóttir

Geðhjálp

Guðlaug María Júlíusdóttir

Katrín Jónsdóttir

Oscar Bjarnason

Signý Rós Ólafsdóttir

Sigríður Tulinius Torfadóttir

Sigurþóra Bergsdóttir

Styrktaraðilar

Styrktarsjóður Geðheilbrigðis
Ölgerðin
Lyfja
Evris
Atvinnumál kvenna
Dominos
Geðhjálp
Barnavinafélagið Sumargjöf
Öryrkjabandalag Íslands
Rotary Ísland
Oddfellow
Styrktarsjóður Geðheilbrigðis
Ölgerðin
Lyfja
Evris
Atvinnumál kvenna
Dominos
Geðhjálp
Barnavinafélagið Sumargjöf
Öryrkjabandalag Íslands
Rotary Ísland
Oddfellow
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka
Coredata
Forvarnasjodur Reykjavíkur
Bláskógabyggð
Mosfellsbær
Kópavogsbær
Erasmus
Sjórnarráð íslands - Mennta og barnamálaráðurneyti
Stjórnarráð Íslands - Heilbrigðis ráðuneytið
Stjórnarráð Íslands - félags og húsnæðisráðuneytið
Embætti landlæknis
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka
Coredata
Forvarnasjodur Reykjavíkur
Bláskógabyggð
Mosfellsbær
Kópavogsbær
Erasmus
Sjórnarráð íslands - Mennta og barnamálaráðurneyti
Stjórnarráð Íslands - Heilbrigðis ráðuneytið
Stjórnarráð Íslands - félags og húsnæðisráðuneytið
Embætti landlæknis