Börn

Hvað er ofbeldi?

Það er eðlilegt að stundum séu rifrildi og pirringur á heimilum

Stundum reiðist fólk, líka í fjölskyldum þar sem allir elska hvern annan. En stundum gerast hlutir sem eru ekki í lagi - hlutir sem gera aðra hrædda eða láta þeim líða illa. Þá er það ekki bara rifrildi – heldur getur það verið ofbeldi.

Ef eitthvað gerist heima sem lætur þig verða hrædda/an/tt, leiða/an/tt eða ef einhver meiðir einhvern – þá er það ekki í lagi. Og það er aldrei þér að kenna.

Þú mátt alltaf segja frá og leita hjálpar – sama hvað hefur gerst. Það eru fullorðnir sem vilja hlusta og hjálpa þér. Þú átt rétt á að vera örugg/ur/tt og líða vel – heima og alls staðar.

Hringdu í 112 ef þú ert í hættu.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er útskýrt hvað ofbeldi er, hvernig það getur litið út og hvers vegna það er aldrei þér að kenna ef þú upplifir slíkt

No items found.

No items found.

Tengt efni