Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Ungbörn eru mjög næm og móttækileg fyrir umhverfi sínu og skynja jafnvel litlar breytingar í hegðun eða líkamstjáningu foreldra sinna – jafnvel þótt foreldrarnir reyni að leyna vanlíðan sinni. Þó að ungbörn séu enn að þróa með sér skilning á því sem þú segir, bregðast þau við tilfinningum og raddblæ. Þau lesa svipbrigði, hljóð og tón og nota þessar upplýsingar til að átta sig á því hvernig þau eigi sjálf að bregðast við. Margir foreldrar taka eftir því að þegar þeir glíma við tilfinningaójafnvægi eða streitu breytast einnig viðbrögð barnsins þeirra.
Það skiptir máli að finna leiðir til að tengjast ungbarninu þínu í daglegum samskiptum, þar sem það hjálpar barninu að finna fyrir umhyggju og öryggi – sérstaklega þegar foreldri upplifir vanlíðan.
Hér eru nokkur atriði sem geta stutt við örugga tengslamyndun:
Það er eðlilegur hluti af þroska barns að gráta. Stundum er erfitt að átta sig á hvað veldur vanlíðan eða hvað barnið er að reyna að tjá. Það sem skiptir mestu máli er að muna að þegar barnið er órólegt leitar það eftir viðbrögðum og nærveru frá sínum nánustu.
Fyrir marga foreldra getur verið krefjandi að heyra barn gráta, sérstaklega þegar þeir upplifa sjálfir streitu, vanlíðan eða glíma við veikindi. Slíkar aðstæður geta gert það erfiðara að halda ró og bregðast við af yfirvegun. Ef þú upplifir að það sé erfitt að róa barnið í slíkum aðstæðum getur hjálpað að:
Ef þú ert mjög þreytt(ur), veik(ur/t) eða finnur að vanlíðan fer vaxandi getur verið gagnlegt að biðja vin, maka eða fjölskyldumeðlim um að taka við og hugga barnið á meðan þú hvílir þig, leggur þig eða ferð í stutta gönguferð.
Það er eðlilegt að skilja ekki alltaf hvers barnið þarfnast, sérstaklega þegar maður upplifir sjálfur vanlíðan. Í slíkum tilvikum getur verið gott að treysta á stuðning fjölskyldu og vina eða leita til fagfólks sem getur stutt við þig og barnið.
Mundu - Það er styrkur fólginn í því að þekkja eigin mörk og taka sér hvíld þegar þörf er á.