Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Kannski langar þig að láta foreldri þínu líða betur, gleðja það eða laga það sem er erfitt heima. Það er eðlilegt að hugsa svona, það sýnir að þér þykir vænt um foreldri þitt og að þú vilt gera eitthvað til að hjálpa því.
Það er fallegt að vilja hjálpa en þú átt ekki að þurfa að laga veikindin eða erfiðleikana sem fylgja þeim. Það er ekki þitt hlutverk. Það eru fullorðnir, eins og til dæmis læknar og ráðgjafar sem sjá um að hjálpa foreldri þínu að líða betur.
Það er í lagi að hjálpa til heima, til dæmis með smáverkefni eða að sýna hlýju. En það má aldrei verða þannig að þú fáir ekki að vera barn, leika þér og gera hluti sem þér finnst skemmtilegir – alveg eins og önnur börn.

Það getur hjálpað að segja frá því hvernig þér líður, það getur líka hjálpað fólkinu í kringum þig að skilja þig betur og styðja þig á þann hátt sem þú þarft. Mundu að það er alltaf í lagi að hafa alls konar tilfinningar – líka mismunandi tilfinningar á sama tíma. Þú getur fundið fyrir gleði og reiði á sama tíma. Allar tilfinningar eru leyfilegar og það er gott að tala um þær.
Gefðu þér tíma til að gera hluti sem gleðja þig - eins og að leika, teikna, hlaupa, syngja, horfa á mynd, byggja úr kubbum eða kúra með bangsa. Þegar þér líður vel ertu líka að hugsa vel um þig. Það getur glatt foreldri þitt að vita að þú sért að leika þér áfram og hafa gaman, jafnvel þó að það sé veikt.
Stundum getur verið gott að setjast niður hjá veiku foreldri, bjóða knús, halda í hönd eða segja eitthvað fallegt. Þú þarft ekki að gera mikið – litlir hlutir geta skipt miklu máli og látið foreldri þitt finna að þú sért nálægt og þér þyki vænt um það.