Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Það er fullkomlega eðlilegt að hugsa út í það og mörg börn og ungmenni sem eiga veikt foreldri gera það líka.
Það er rétt að stundum geta fleiri en einn í sömu fjölskyldu veikst en það gerist alls ekki alltaf. Erfðir geta haft áhrif á geðheilsu en það er bara einn hluti af stærri mynd. Geðsjúkdómar verða til vegna samspils margra þátta – erfða, lífsreynslu, streitu og aðstæðna í umhverfinu.
Það er mikilvægt að muna að líf þitt er ekki eins og líf foreldris þíns. Þú hefur þínar eigin hugsanir, tilfinningar og upplifanir. Þú ert að alast upp í öðrum aðstæðum og ert með þínar eigin leiðir til að takast á við hluti. Með því að hlúa að geðheilsunni, leita stuðnings þegar þú þarft á því að halda og finna það sem styrkir þig, geturðu dregið úr líkum á veikindum og byggt upp þína eigin framtíð.
Það ganga allir í gegnum erfið tímabil
Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum eða óvissu, sérstaklega ef þú hefur séð foreldri þitt ganga í gegnum erfiða tíma. En að eiga foreldri með geðsjúkdóm þýðir ekki að framtíð þín sé ákveðin fyrir fram. Það eru margir þættir sem geta styrkt geðheilsu – til dæmis að læra að takast á við streitu, eiga jákvæð tengsl, sinna því sem gleður þig og þekkja þín mörk.
Ef þér líður illa í lengri tíma, finnur fyrir kvíða, depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum, þýðir það ekki endilega að þú sért að veikjast. Það bendir frekar til þess að þú sért að ganga í gegnum erfitt tímabil – sem allir gera stundum. Þá er mikilvægt að leita sér stuðnings. Að tala við einhvern sem þú treystir, eins og vin, fjölskyldumeðlim eða ráðgjafa, getur létt á þér.
