Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Stundum geta aðstæður verið þannig að þú treystir þér ekki til að vera í samskiptum við barnið þitt. Það getur verið hjálplegt að ræða við meðferðarteymið þitt á sjúkrahúsinu um hvaða leiðir henti best til að vera í sambandi við barnið þar til þú nærð bata.
Ef þú ert utan af landi gætirðu lagt til að fá myndsímtal við barnið þitt.
Það er mikilvægt svo að barninu líði sem best og til að fjölskyldan sé í jafnvægi á meðan þú ert í burtu. Það er gott að hafa í huga að börn bregðast mismunandi við þessum aðstæðum og mikilvægt að hlusta á óskir og þarfir barnsins. Sum börn kjósa til dæmis að koma ekki í heimsókn á sjúkrahúsið og það skiptir máli að sýna því skilning.