Foreldrar

Að viðhalda tengslum við barnið þegar þú ert á sjúkrahúsi

Ef heilsan er ekki góð og þú þarft að leggjast inn á sjúkrahús er ýmislegt hægt að gera til að viðhalda tengslum við barnið þitt

Stundum geta aðstæður verið þannig að þú treystir þér ekki til að vera í samskiptum við barnið þitt. Það getur verið hjálplegt að ræða við meðferðarteymið þitt á sjúkrahúsinu um hvaða leiðir henti best til að vera í sambandi við barnið þar til þú nærð bata.

No items found.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú getur lagt til:

  • Senda barninu skilaboð
    Biddu starfsfólk stofnunarinnar sem þú dvelur á að senda barninu þínu skilaboð eða sendu því skilaboð úr símanum þínum.
  • Skipuleggja símtal við barnið
    Hægt er að óska eftir aðstoð starfsfólks sjúkrahússins við að ræða við barnið og upplýsa það um stöðuna.
  • Skipuleggja heimsókn
    Hægt er að skipuleggja heimsókn fyrir barnið á þeim tíma sem hentar þér best. Kannski býður stofnunin sem þú dvelur á upp á fjölskylduherbergi þar sem þið barnið getið verið ein saman.

Ef þú ert utan af landi gætirðu lagt til að fá myndsímtal við barnið þitt.

Það er hægt að viðhalda sambandinu á margvíslegan máta, jafnvel þótt ekki sé hægt að hittast augliti til auglitis

Það er mikilvægt svo að barninu líði sem best og til að fjölskyldan sé í jafnvægi á meðan þú ert í burtu. Það er gott að hafa í huga að börn bregðast mismunandi við þessum aðstæðum og mikilvægt að hlusta á óskir og þarfir barnsins. Sum börn kjósa til dæmis að koma ekki í heimsókn á sjúkrahúsið og það skiptir máli að sýna því skilning.

No items found.

Tengt efni