Foreldrar

Reynsla annarra foreldra

Þú ert ekki ein/einn/eitt

Það getur verið bæði hughreystandi og styrkjandi að heyra frá öðrum foreldrum sem hafa staðið í svipuðum sporum – glímt við veikindi, álag eða áhyggjur af líðan barna sinna. Þú ert sannarlega ekki eina foreldrið með spurningar eins og: „Hvernig get ég stutt barnið mitt á þessum tímum? Á hverju þarf barnið mitt að halda?“,  eða vangaveltur um hvernig eigin líðan eða veikindi gætu haft áhrif á barnið.

Hér fyrir neðan deila foreldrar reynslu sinni og hugmyndum að því hvernig hægt er að styðja börnin sín, jafnvel á erfiðum tímum. Fjallað er um leiðir til að hjálpa börnum að átta sig á tilfinningum sínum, takast á við streitu og byggja upp innri styrk og seiglu. Myndböndin innihalda bæði persónulegar sögur og hagnýtar leiðir sem hægt er að prófa – eitt lítið skref í einu, í átt að betri líðan fyrir bæði þig og barnið.

  • Að styðja barnið mitt þegar það á erfitt
    Í þessu myndbandi ræðir foreldri um hvernig það nálgast erfiðar aðstæður með barninu sínu – til dæmis þegar veikindi eða álag í fjölskyldunni valda kvíða eða vanlíðan hjá barninu. Getur verið gagnlegt fyrir foreldra sem vilja hugmyndir að einföldum og hlýjum leiðum til að styðja við barnið sitt.

  • Að sinna sjálfum sér til að geta verið til staðar fyrir barnið
    Foreldrar sem glíma við geðræn veikindi standa oft frammi fyrir krefjandi spurningum: Hvernig get ég sinnt foreldrahlutverkinu þegar ég glími við veikindi? Í þessu myndbandi er fjallað um mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og taka eitt skref í einu – bæði fyrir foreldrið og barnið.

  • Hlý og traust tengsl við barnið
    Hvernig getum við byggt upp jákvæð og hlý tengsl – jafnvel þegar dagarnir eru erfiðir? Í þessu myndbandi fáum við innsýn í raunhæfar og hlýjar aðferðir sem hjálpa foreldrum að viðhalda tengingu við börn sín, bæði lítil börn og unglinga.

  • Að styðja barnið við að takast á við streitu
    Lífið getur verið streituvaldandi fyrir börn, sérstaklega þegar álag er í fjölskyldunni. Hér er rætt um hvernig við getum hjálpað börnum að átta sig á tilfinningum sínum, læra að takast á við streitu og byggja upp innri styrk og seiglu.

No items found.

No items found.

Tengt efni