Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
„Mun mömmu eða pabba líða betur?“
„Verður allt aftur eins og það var?“
Það eru margir sem fá geðsjúkdóm og ná bata eða fara að líða betur. Það að líða betur þýðir ekki alltaf að sjúkdómurinn hverfi, heldur að manneskjan finnur leiðir til að líða betur og lifa með veikindunum. Sumum líður betur eftir stuttan tíma. Aðrir þurfa meiri tíma en geta samt átt góð tímabil. Veikindin geta stundum komið aftur en það er samt alltaf hægt að fá hjálp og líða betur.
Geðsjúkdómar geta verið svipaðir og aðrir sjúkdómar sem fólk lifir með, eins og astmi eða sykursýki. Þeir hverfa kannski ekki alveg en fólk lærir að lifa með þeim og gera það sem skiptir máli til að líða vel. Þó að veikindin hverfi ekki alveg getur margt orðið betra.
Það er mikilvægt að þú vitir að það er ekki þitt hlutverk að hjálpa foreldri þínu að líða betur. Það eru fullorðnir, eins og til dæmis læknar sem sjá um það. Þitt hlutverk er að vera barn. Það skiptir miklu máli að þú fáir að leika þér, vera með vinum, gera það sem þér finnst skemmtilegt og lifa þínu lífi – jafnvel þó það sé stundum eitthvað erfitt í gangi í kringum þig.

Stundum vilja eða geta foreldrar ekki tekið á móti hjálp – jafnvel þó þau séu veik og þurfi á því að halda. Þau gætu verið hrædd, ringluð, skammast sín eða sjá ekki sjálf að þau séu veik. Það getur verið mjög erfitt fyrir börn en það er mikilvægt að muna að þú getur ekki neytt neinn til að fá hjálp og það er ekki þitt hlutverk að laga veikindin.
Það sem skiptir máli er að þú fáir að tala við einhvern sem þú treystir og fáir stuðning.