Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Stundum hafa foreldrar mjög mikið að gera og lítinn tíma fyrir fjölskylduna. Stundum líður foreldrum illa eða þeir eru veikir og eiga erfitt með að hugsa um börnin sín eins og venjulega. Hjá flestum fjölskyldum er þetta tímabundið en hjá sumum getur þessi erfiði tími varað lengi.
Vanræksla þýðir að foreldri nær ekki að passa nógu vel upp á að barnið þeirra sé öruggt – að hugsað sé vel um barnið og því líði vel.
Líkamleg vanræksla:
Það er þegar foreldri nær ekki að passa nógu vel upp á að barnið þeirra sé öruggt og að því líði vel, það getur til dæmis verið þegar:
Vanræksla á eftirliti:
Foreldrar bera ábyrgð á að fylgjast með barninu sínu og passa upp á að það sé öruggt. Vanræksla á eftirliti getur verið þegar:
Námsleg vanræksla:
Börn eiga rétt á því að fá stuðning við nám og tómstundir. Námsleg vanræksla getur verið þegar:
Tilfinningaleg vanræksla:
Það getur verið svolítið erfitt að átta sig á henni. Foreldrar eru auðvitað allir mismunandi og sumir tala mikið og aðrir minna, sumir knúsa mikið og aðrir minna og það er allt í lagi. Tilfinningaleg vanræksla getur til dæmis verið þegar:
Börnum getur farið að líða illa og verið leið, reið, hrædd eða kvíðin þegar foreldrar þeirra ná ekki að hugsa um þau. Stundum halda börn að vanrækslan sé þeim að kenna en það er aldrei börnum að kenna hvernig fullorðið fólk hagar sér.
Börn sem eru vanrækt geta til dæmis:
Það er gott að hjálpa til heima - en börn eiga ekki að bera ábyrgð á því að allt gangi upp á heimilinu og að allir séu öruggir. Það er hlutverk fullorðinna.

Ef þér finnst eins og foreldri þitt eigi erfitt með að sjá um þig, þá er mikilvægt að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Það getur til dæmis verið:
Mundu að það er aldrei börnum að kenna hvernig fullorðnir haga sér og enginn ætti að þurfa að halda svona hlutum leyndum. Stundum þurfa foreldrar aðstoð til að geta séð betur um börnin sín. Auðvitað væri best fyrir foreldra að biðja sjálfir um aðstoð en stundum þurfa börnin að hjálpa, með því að segja frá.