Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Ertu oft að hugsa um hvernig foreldri þínu líður, hjálpa því að komast í gegnum daginn eða forðast að bjóða vinum heim af því að allt er svo erfitt heima?
Ef þú kannast við þetta gæti verið að þú sért það sem kallast ungur umönnunaraðili. Þú hefur kannski aldrei heyrt þetta orð en ungur umönnunaraðili er barn eða unglingur sem ber ábyrgð eða tekur þátt í að sjá um einhvern í fjölskyldunni – oft foreldri sem glímir við geðsjúkdóm, líkamleg veikindi eða fötlun.
Stundum sér ungt fólk ekki sjálft hversu miklu það er að sinna – það hefur bara vanist því að hlutirnir séu eins og þeir eru.
Í flestum fjölskyldum er eðlilegt að börn og ungmenni hjálpi til á heimilinu
En þegar foreldri er með geðsjúkdóm getur það gerst að börn og ungmenni fari að taka að sér ábyrgð heima sem er of mikil fyrir þau.
Til dæmis gæti það verið að þurfa oft að passa upp á þetta:
Ef þú ert í þessari stöðu þá gæti verið að þú sért líka að upplifa þetta:
Ef þetta hljómar kunnuglega skaltu vita að það eru mörg börn á Íslandi sem eiga líka veikt foreldri og eru í sömu stöðu og þú.
Það eru margar ástæður fyrir því að börn og ungmenni þurfa að hjálpa mikið til heima. Stundum virðist enginn annar til staðar til að sinna þessum verkefnum og þau taka á sig ábyrgð til að halda hlutunum gangandi. Sum börn og ungmenni vilja vernda einkalíf foreldra sinna, annaðhvort af ótta við að særa þau, vegna skammar eða til að forðast að fjölskyldan fái neikvæða athygli. Þau gætu fundið fyrir pressu til að láta eins og allt sé í lagi, jafnvel þótt þau séu að glíma við erfiðar aðstæður.
Það getur verið mjög erfitt fyrir börn og ungmenni að axla aukna ábyrgð heima fyrir og það er eðlilegt að finna fyrir sterkum tilfinningum í tengslum við það. Að styðja við foreldri sem er veikt getur verið krefjandi, ekki aðeins vegna verkefna sem tengjast heimilinu, heldur líka vegna tilfinningalegrar ábyrgðar sem getur fylgt. Sú ábyrgð felst meðal annars í því að vera sífellt vakandi fyrir því hvernig foreldri þínu líður, reyna að forðast árekstra eða taka á sig verkefni til að létta á því. Stundum er hún ósýnileg, en samt getur hún verið mjög erfið.

Það er eðlilegt að hafa flóknar tilfinningar í þessum aðstæðum. Þær eru ekki merki um eigingirni eða að þú sért að gera eitthvað rangt – þetta er einfaldlega krefjandi staða. Mundu að það er í lagi að leita þér stuðnings, jafnvel þótt foreldri þitt vilji það ekki. Líf þitt og líðan skipta máli og stundum þarftu að setja sjálfa/n/t þig í fyrsta sæti. Að biðja um hjálp er merki um styrk.
Að styðja veikt foreldri getur líka verið einmanalegt, sérstaklega ef þú talar ekki við neinn um það sem þú ert að ganga í gegnum. Þú gætir fundið fyrir einangrun eða að enginn skilji þig. Þess vegna getur það hjálpað að treysta vinum fyrir því sem er að gerast. Að opna sig fyrir einhverjum sem þú treystir getur létt á og gert það auðveldara að takast á við erfiða daga. Það getur líka hjálpað öðrum að skilja hvernig þér líður. Stuðningur og skilningur frá vinum og fólki sem þér þykir vænt um getur skipt miklu máli.
Það getur verið erfitt að átta sig á hvenær ástandið heima er orðið það krefjandi að þið þurfið að leita hjálpar. Stundum gerist það skyndilega, til dæmis ef foreldri veikist eða slasast, og þá getur þú lent í því að bera meiri ábyrgð án þess að vita hversu lengi það mun vara. Í öðrum tilfellum safnast verkefni og ábyrgð upp smám saman yfir lengri tíma. Hvort sem breytingarnar koma hratt eða hægt er þetta erfitt fyrir alla fjölskylduna og getur haft mismunandi áhrif á hvern og einn.
Þú gætir þurft aukinn stuðning ef:
Það fyrsta sem þú getur gert er að ræða við foreldri þitt (ef það er hægt), aðra fullorðna í fjölskyldunni eða vini sem þú treystir. Segðu þeim hvernig þér líður og að þó að þú skiljir af hverju þú þurfir að hjálpa til meira þá sé þessi aukaábyrgð erfið fyrir þig. Þau átta sig kannski ekki á því hversu mikil þetta hefur áhrif á þig, en þegar þau vita það geta þau reynt að finna leiðir til að létta álagið smám saman.
Ef þú getur ekki leitað til neins í fjölskyldunni þinni eða færð ekki aðstoð þar þá getur verið hjálplegt að tala við einhvern fullorðinn í skólanum sem þú treystir. Það gæti verið kennarinn þinn eða einhver annar í skólanum þínum sem þú treystir. Ef þú ert að æfa íþróttir gætir þú líka talað við þjálfarann þinn.
Þú getur leitað til félagsþjónustunnar í þínu hverfi. Þar er fólk sem getur aðstoðað og er tilbúið að hlusta á þig.
Ef þú vilt frekar hringja í einhvern nafnlaust getur þú líka hringt í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717.