Foreldrar

Undirbúningur fyrir erfið tímabil

Þegar þú glímir við veikindi geta komið upp erfið og ófyrirsjáanleg tímabil þar sem líðan þín versnar

Slíkir dagar eru krefjandi fyrir alla fjölskylduna, ekki síst barnið þitt. Að útbúa áætlun fyrir erfið tímabil getur verið mikilvægur stuðningur fyrir barnið og hjálpað því að upplifa öryggi og fyrirsjáanleika þrátt fyrir óvissu.

Skýr áætlun getur hjálpað barninu að:

  • skilja hvað getur gerst þegar foreldri veikist og hvernig fjölskyldan ætlar að bregðast við.
  • vita hverjir eru til staðar fyrir ykkur og hvernig það getur sjálft haft samband við þá sem það treystir þegar það þarf á hjálp eða hlustun að halda.
  • vita hvað það getur gert þegar hlutirnir verða erfiðir, án þess að þurfa að taka á sig aukna ábyrgð.
  • upplifa meiri stjórn og öryggi þrátt fyrir breyttar aðstæður.

Áætlun getur einnig hjálpað ykkur að:

  • skipuleggja hvernig eigi að takast á við erfið tímabil með skýrum og praktískum leiðbeiningum.
  • draga úr streitu og óvissu með því að vita að stuðningur og hjálp séu til staðar.
  • tryggja að barnið fái þá umönnun og stuðning sem það þarf ef foreldri þarf að leggjast inn á sjúkrahús eða getur ekki annast barnið tímabundið af öðrum ástæðum.
  • halda utan um daglegt líf og rútínu barnsins og fjölskyldunnar og hvernig aðrir geta hjálpað til við að viðhalda þeim.

No items found.

Hvenær og hvernig er best að gera áætlun?

Gott er að gera áætlunina þegar þér líður vel og fjölskyldan er í góðu jafnvægi. Þá getur verið gagnlegt að ræða áætlunina við einhvern nákominn þér, til dæmis maka, fjölskyldumeðlim eða fagmann sem þekkir veikindin. Saman getið þið velt upp mikilvægum spurningum, fundið mögulegar lausnir og skoðað hverjir geti verið til staðar þegar mest á reynir.

Ef barnið er orðið nægilega gamalt getur verið hjálplegt að ræða áætlunina við það. Þannig getið þið saman leitað leiða til að takast á við daglegt líf þegar þú ert ekki við góða heilsu. Þetta opnar einnig á mikilvægar samræður um hvað barnið þarf á að halda og hvernig það upplifir aðstæðurnar. Slík samtöl geta eflt öryggi barnsins, hjálpað því að skilja að það beri ekki ábyrgð á aðstæðunum og gefið því tækifæri til að taka þátt í að takast á við þær á uppbyggilegan hátt.

No items found.

Tengt efni