Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Þegar foreldri barns glímir við geðsjúkdóm getur hlutverk ömmu og afa orðið enn mikilvægara. Þau geta veitt öryggi, hlýju og stuðning – jafnvel með litlum hlutum í daglegu lífi. En það getur verið krefjandi að standa við hlið barnabarns sem á foreldri sem er veikt. Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum og óöryggi og velta fyrir sér hvernig sé best að hjálpa.
Hér fyrir neðan eru hugmyndir, ráð og fræðsla sem geta hjálpað þér að styðja við barnabarnið þitt – og jafnframt hjálpað þér að huga að þinni líðan.
Hlutverk þitt í lífi barnabarnsins þíns getur verið afar mikilvægt. Þegar foreldrar veikjast taka afar og ömmur oft við aukinni ábyrgð gagnvart barnabörnum sínum eða jafnvel taka við foreldrahlutverkinu í stuttan tíma eða til langs tíma.
Hvað getur verið gott að íhuga áður en þú býður fram aðstoð?
Í besta falli myndir þú taka ákvörðun í samráði við foreldri barnabarnsins um hvaða stuðningur og þátttaka myndi gagnast þeim og barnabarninu þínu best. Áður en þú ræðir þetta getur verið gott að íhuga eftirfarandi:
Með því að íhuga þessi atriði getur þú undirbúið þig betur fyrir samræður við foreldrana og tekið upplýstar ákvarðanir um hvernig þú getur sem best stutt við barnabarnið þitt og fjölskyldu þess.
Að þekkja takmörk sín er styrkur. Barnabarnið þitt nýtur góðs af því þegar það veit hvað þú treystir þér til og hvað ekki.
Að hugsa út í mögulegar áskoranir getur hjálpað þér að undirbúa þig eða forðast erfiðar aðstæður
Íhugaðu eftirfarandi:
Með því að hugleiða þessar mögulegu áskoranir getur þú byrjað að undirbúa þig fyrir þær sem kunna að eiga við og fundið út hvar þú getur fengið stuðning ef slíkar aðstæður koma upp.
Hvernig þú tengist foreldrum barnabarnsins þíns hefur áhrif á tilfinningalega velferð og þroska barnsins. Góð samvinna hjálpar börnum að finna fyrir umhyggju og öryggi. Þegar þú sýnir samvinnu, sérstaklega í erfiðum aðstæðum eða ágreiningsmálum, ertu einnig að kenna barnabarninu þínu hvernig hægt er að leysa vandamál á farsælan hátt.
Það getur verið erfitt að skilja hvað foreldrið er að ganga í gegnum vegna geðrænna veikinda og mögulega færð þú ekki allar upplýsingar sem þú vilt. Það getur einnig verið áskorun að forðast gagnrýni, dómhörku eða óskir um að foreldrið sinni foreldrahlutverkinu betur. Það er þó mikilvægt að muna að það er ekki val foreldrisins að glíma við geðræn veikindi.
Ef þú átt erfitt með að eiga jákvæð samskipti við foreldrið getur verið gagnlegt fyrir þig að ræða við fagmenntaðan einstakling um aðferðir til að efla jákvæð tengsl.

Ef þér finnst best að hafa takmörkuð samskipti við barnabarnið þitt eða ef þú telur þig aðeins geta veitt stuðning í takmarkaðan tíma er það ekkert til að skammast sín fyrir. Það getur verið mikils virði að bjóða takmarkaðan stuðning eða stuðning í skamman tíma og mikilvægt er að eiga heiðarlegar samræður frá upphafi um hvaða aðstoð þú getur veitt.
Íhugaðu hvort það séu aðrir hlutir sem þú getur gert til að styðja barnabarnið þitt og foreldri þess úr fjarlægð. Kannski getur þú stutt við þau fjárhagslega eða fundið stuðning sem barnið getur nýtt sér. Stundum er besta lausnin fyrir alla að bjóða þann stuðning sem þú getur, á meðan þú viðheldur ákveðinni fjarlægð.
Þó að þú takir þá ákvörðun að stíga til baka er eðlilegt að þú hafir samt áhyggjur eða spurningar um barnabarnið þitt og foreldri þess og hvernig þeim gengur að takast á við aðstæður. Það getur verið gagnlegt að ræða þessar tilfinningar við ráðgjafa eða annan fagaðila.
Það er þó mikilvægt að skilja að þeir munu ekki geta gefið þér upplýsingar um barnabarnið þitt eða foreldra þess, þar sem það eru trúnaðarupplýsingar. En þeir geta aðstoðað þig í að vinna úr þínum eigin hugsunum og tilfinningum í tengslum við aðstæðurnar.
Þegar foreldri barnabarnsins þíns glímir við geðræn veikindi getur verið erfitt að vita hvernig best sé að hjálpa. Þrátt fyrir góðan ásetning geta samskipti orðið stíf eða erfið. Að gefa sér tíma til að hugleiða hvernig barnabarnið þitt og foreldri þess þurfa á þér að halda getur hjálpað til við að draga úr streitu allra aðila. Þetta getur einnig skapað tilfinningu um að allir fái þann stuðning sem þeir þurfa á að halda.