Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Þau reyna að skilja heiminn í kringum sig og þegar þau skynja breytingar á hegðun, skapi eða orku foreldris – jafnvel þótt ekkert sé sagt – fara þau ósjálfrátt að leita skýringa. Þau eru komin með meiri þroska til að skilja betur orsök og afleiðingar en geta samt dregið rangar ályktanir ef þau fá ekki upplýsingar sem þau skilja.
Börn á þessum aldri vilja oft vita nákvæmlega hvað er að, hvers vegna það gerist og hvort veikindin muni lagast. Ef þau fá ekki svör er hætta á að þau fylli í eyðurnar sjálf – sem getur leitt til rangra ályktana. Þau geta t.d. haldið að veikindin stafi af því þau hafi gert eitthvað rangt eða hegðað sér illa eða þá að þau beri ábyrgð á því að laga hlutina. Þess vegna er mikilvægt að tala við þau á einfaldan og heiðarlegan hátt, svara spurningum þeirra eftir bestu getu og fullvissa þau um að veikindin séu ekki þeim að kenna.
Sum börn sýna áhyggjur sínar beint – spyrja mikið, leita eftir nánd og vilja vita hvernig hlutirnir munu þróast. Önnur halda tilfinningum sínum fyrir sig og reyna að vera dugleg og þrauka í hljóði. Þau geta dregið sig í hlé, orðið rólegri en áður, átt erfiðara með einbeitingu eða sýnt aukna þörf fyrir nærveru og athygli með erfiðri hegðun. Öll þessi viðbrögð eru eðlileg svör við óvissu og streitu.
Það skiptir máli að tala reglulega við barnið á einfaldan og hlýlegan hátt, bjóða því að spyrja spurninga, svara heiðarlega og útskýra það sem það hefur rétt á að vita, með tilliti til aldurs og þroska. Segðu barninu frá því að þú sért að fá hjálp og vinna í því að líða betur – það dregur oft úr kvíða og veitir öryggi.

Á þessum aldri á barnið auðveldara með að tjá sig með orðum, en þarf samt stuðning frá fullorðnum til að setja tilfinningar sínar í orð og skilja flóknar tilfinningar eins og reiði, sorg, óöryggi eða sektarkennd. Það er mikilvægt að fullvissa barnið um að allar tilfinningar sem það upplifir séu eðlilegar og í lagi.
Hjálplegt er að styðja það í þessu, til dæmis með því að segja: „Það er í lagi að vera leið, reið eða pirruð. Þú berð ekki ábyrgð á því sem gerist.“
Þetta hjálpar barninu að skilja eigin tilfinningar og dregur úr ótta og sektarkennd.

Stundum breytist rútínan vegna veikinda í fjölskyldunni og það getur verið hjálplegt að útskýra fyrir barninu hvað gerist og af hverju svo það skynji að hlutirnir séu enn undir stjórn. Það getur líka hjálpað barninu að hafa traustan fullorðinn aðila utan fjölskyldunnar sem það getur leitað til – eins og kennara, skólasálfræðing eða náinn ættingja.
Sögur, bækur og umræður sem endurspegla aðstæður barnsins sjálfs geta hjálpað því að setja eigin upplifun í samhengi og skilja að það sé ekki eitt í þessari stöðu.
Mestu máli skiptir að barnið heyri aftur og aftur að það megi spyrja, tala um tilfinningar sínar og að það beri ekki ábyrgð á veikindunum. Þessar endurtekningar skapa öryggi og traust. Þú getur líka stutt barnið með því að hvetja það til að sinna því sem veitir því gleði og dregur úr álagi – til dæmis að leika sér, hreyfa sig, hitta vini eða taka þátt í tómstundum.