Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Börn
Ungmenni 13-17 ára
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Foreldrar
Okkar heimur góðgerðarsamtök
Kt.: 490522-1900
Kannski finnst þér þú þurfa að vera til staðar, hjálpa til og hugsa um foreldri þitt eða fjölskylduna – og þú gætir jafnvel gleymt að spyrja sjálfa/sjálfan/sjálft þig: Hvað vil ég gera í framtíðinni? Hvert stefni ég?
Það er mikilvægt að muna að framtíðin þín skiptir máli. Þú átt skilið að eiga drauma, stefna að markmiðum og skapa þitt eigið líf – alveg sama hvernig aðstæður þínar eru núna. Að eiga foreldri með geðsjúkdóm þarf ekki að skilgreina þig eða takmarka möguleika þína.
Þú ert einstök manneskja með þína eigin styrkleika, hæfileika og drauma sem eiga skilið að fá rými og athygli.
Það er eðlilegt að upplifa óvissu eða vera með áhyggjur af framtíðinni, sérstaklega ef lífið hefur verið krefjandi. Mundu: Þú getur sjálf/ur/t ákveðið hvaða skref þú tekur og hvernig framtíðin þín lítur út.
Það getur samt verið erfiðara þegar aðstæður eru flóknar. Ef stuðningurinn heima fyrir er lítill og ábyrgðin mikil getur verið flóknara að elta drauma og markmið. En það er ekki þér að kenna – og draumarnir þínir skipta ekki minna máli. Þú átt skilið að fá stuðning og tækifæri til að skapa þína eigin framtíð.
Þess vegna getur verið enn mikilvægara að tala við einhvern sem þú treystir – og fá þann stuðning sem hentar þér. Að deila áhyggjum og draumum með öðrum getur létt á þér og hjálpað þér að sjá fleiri leiðir til að halda áfram.

Þú þarft ekki að vita allt strax – það mikilvægasta er að halda í vonina og treysta því að þú getir smám saman byggt upp framtíðina sem þú vilt.