Umsókn um helgar­námskeið

Okkar heimur býður upp á einstakt námskeið fyrir börn á aldrinum 10–15 ára sem eiga foreldra með geð- eða fíknivanda. Áhersla er lögð á að skapa öruggt rými þar sem börn fá tækifæri til að tengjast öðrum börnum í svipaðri stöðu, fræðast um geðheilsu og geðræn veikindi og efla sjálfsstyrk sinn með skapandi og nærandi leiðum.

Dagsetningar

  • 7. – 8. febrúar kl. 12:00-16:00 (13–15 ára)
  • 18. – 19. apríl kl. 12:00-16:00 (10–12 ára)

Staðsetning

  • Höfuðborgarsvæðið

Hvað gerum við á námskeiðinu?

Við sameinum leik, sköpun og fræðslu á nærgætinn og uppbyggilegan hátt:

  • Skapandi verkefni og leikur
  • Fræðsla um geðheilsu og tilfinningar
  • Fræðsla um geðræn veikindi
  • Hugleiðsla og núvitund
  • Sjálfstyrking, samvera og stuðningur í öruggu umhverfi

Námskeiðið er styrkt af Styrktarsjóði geðheilbrigðis og því börnum að kostnaðarlausu. Takmarkað pláss er í boði, svo við hvetjum til skráningar sem fyrst!

1

Barn sem tekur þátt

Barn
Ofnæmi

Er barnið með eitthvað ofnæmi? Ef svo er, vinsamlega tilgreinið hvað það er.

2

Foreldri eða forsjáraðili barns

Foreldri/forsjáraðili
3

Val á námskeiði

Námskeið sem sótt er um
Annað

Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem væri gott fyrir okkur að vita?

Hvar heyrðir þú um Okkar heim?

Umsókn móttekin

Kærar þakkir fyrir skráninguna á helgarnámskeið Okkar heims. Við munum vera í sambandi við foreldri/forsjáraðila á næstunni. Ef upp koma spurningar er velkomið að hafa samband við okkur: namskeid@okkarheimur.is eða í síma: 556-6900.

An arrow pointing right
Villa kom upp við innsendingu

Vinsamlegast reyndu aftur eða sendu okkur tölvupóst á okkarheimur@okkarheimur.is